Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar 9. janúar 2025 07:01 Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun