Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 07:02 Vetrarbrautin og aragrúi stjarna yfir Paranal-athuganastöð ESO í Atacama-eyðimörkinni. Kyrrt loft og fjarlægð frá ljósgjöfum gera svæðið einstaklega hentugt til stjörnuskoðunar. ESO/P. Horálek Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Síleskst dótturfélag bandaríska orkufyrirtækisins AES Corporation er með tröllvaxið iðnaðarsvæði á teikniborðinu þar sem reisa á höfn, vetnis- og ammoníakverksmiðjum og þúsundum rafala nærri Paranal-athuganastöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni. Iðnaðarsvæðið á að ná yfir meira en 3.000 hektara, á við litla borg. Verksmiðjurnar yrðu aðeins fimm til ellefu kílómetra frá sjónaukum ESO, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá athuganastöðinni vegna framkvæmdanna. Verkefnið var lagt fram til umhverfismats á aðfangadag. ESO segir verkefnið ógna ósnortnum himninum yfir Paranal-athuganastöðinni sem sé sá dimmasti og heiðasti yfir nokkurri stjörnuathuganastöð á jörðinni. „Ryklosun á framkvæmdatímanum, aukin ókyrrð í andrúmsloftinu og sérstaklega ljósmengunin mun valda óbætanlegum skaða á getunni til stjarnfræðilegra athugana sem aðildarríki ESO hafa til þessa fjárfesta milljarða evra í,“ er haft eftir Xavier Barcons, framkvæmdastjóra ESO, í yfirlýsingunni. Hvetur ESO sílesk stjórnvöld til þess að vernda stjörnuhimininn og finna athafnasvæði AES Andes annan stað. Næturhimininn yfir Paranal sé í raun náttúruminjar sem þjóni öllu mannkyninu, þvert á landamæri. Fjöldi meiriháttar uppgötvana hefur verið gerður með sjónaukum ESO í Paranal. Þar náðist fyrsta myndin af fjarreikistjörnu og athuganir þar hafa staðfest að það herðir á útþenslu alheimsins. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2020 voru veitt fyrir rannsóknir á risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar en sjónaukar ESO léku stórt hlutverk í þeim. Síle Geimurinn Vísindi Orkumál Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Síleskst dótturfélag bandaríska orkufyrirtækisins AES Corporation er með tröllvaxið iðnaðarsvæði á teikniborðinu þar sem reisa á höfn, vetnis- og ammoníakverksmiðjum og þúsundum rafala nærri Paranal-athuganastöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni. Iðnaðarsvæðið á að ná yfir meira en 3.000 hektara, á við litla borg. Verksmiðjurnar yrðu aðeins fimm til ellefu kílómetra frá sjónaukum ESO, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá athuganastöðinni vegna framkvæmdanna. Verkefnið var lagt fram til umhverfismats á aðfangadag. ESO segir verkefnið ógna ósnortnum himninum yfir Paranal-athuganastöðinni sem sé sá dimmasti og heiðasti yfir nokkurri stjörnuathuganastöð á jörðinni. „Ryklosun á framkvæmdatímanum, aukin ókyrrð í andrúmsloftinu og sérstaklega ljósmengunin mun valda óbætanlegum skaða á getunni til stjarnfræðilegra athugana sem aðildarríki ESO hafa til þessa fjárfesta milljarða evra í,“ er haft eftir Xavier Barcons, framkvæmdastjóra ESO, í yfirlýsingunni. Hvetur ESO sílesk stjórnvöld til þess að vernda stjörnuhimininn og finna athafnasvæði AES Andes annan stað. Næturhimininn yfir Paranal sé í raun náttúruminjar sem þjóni öllu mannkyninu, þvert á landamæri. Fjöldi meiriháttar uppgötvana hefur verið gerður með sjónaukum ESO í Paranal. Þar náðist fyrsta myndin af fjarreikistjörnu og athuganir þar hafa staðfest að það herðir á útþenslu alheimsins. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2020 voru veitt fyrir rannsóknir á risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar en sjónaukar ESO léku stórt hlutverk í þeim.
Síle Geimurinn Vísindi Orkumál Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06