Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. janúar 2025 21:58 Sigríður Gunnarsdóttir býr í Smyrilshlíð. Hún er ekki ánægð með fyrirhugaðar framkvæmdir í hverfinu. Vísir/Bjarni Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum. Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira