Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar 11. janúar 2025 14:31 Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar