Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar 11. janúar 2025 14:31 Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar