Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2025 11:32 Í froststillu síðustu vikna hefur Reykjavíkurborg og umhverfi hennar skartað sínu allra fegursta. Margbreytileg litasamsetning miðsvetrarbirtunnar dregur mörg út undir bert loft til að njóta súrefnis, hreyfingar og næra sálina í skammdeginu. Útilífsborgin Reykjavík er sannarlega fjölbreytt en markmið og hlutverk hennar er meðal annars að stuðla að aukinni þátttöku borgarbúa í almennri útiveru, hreyfingu og stuðla þannig að bættri lýðheilsu. Leitast er við að koma til móts við mismunandi áhugasvið fólks tengt útilífi til dæmis með því að bæta þjónustu og skapa aðstöðu til þess í borginni samhliða að styðja við aðila og félög sem vinna með útivist í sínu starfi þannig að hægt sé skapa vettvang til að auka gæði og framboð útivistar fyrir sem flesta hópa. Svara kalli íbúa. Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2022 var einmitt að efla Austurheiðar með markvissari hætti sem bæði fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Skapa umgjörð fyrir fólk á öllum aldri með ólík áhugamál til að njóta og nota útivistar og náttúrulegs umhverfis við borgarmörkin. En hvað eru Austurheiðar? Fyrir þau sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóran hluta svæðisins en svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Þannig eru Austurheiðar hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga - útivistarsvæði til að njóta náttúru, heilbrigðs lífsstíls og útiveru allt árið um kring. Loksins gönguskíðaspor í Austurheiðum Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar og stefna í Íþróttamálum til 2030 eru mikilvægir leiðarvísar fyrir að skapa heilsueflandi og öruggt samfélag þar sem fólk á öllum æviskeiðum hefur jöfn tækifæri til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Sporið og Útilífsborgin gerðu með sér samning síðasta haust, um að efla tækifæri borgarbúa til að stunda skíðagöngu í borgarlandinu og um leið hana gera aðgengilegri fyrir öll, líka þau sem aldrei hafa stigið á gönguskíði. Samið var um að Sporið muni í vetur annast lagningu og viðhald skíðagönguspora, leggja janvel tvöfalt gönguskíðaspor þar sem því verður við komið. Í veðurfari síðustu vikna hafa skapast aðstæður til að leggja gönguskíðaspor á Rauðavatni, Hólmsheiði og Langavatni en tekist hefur að tengja svæðin saman í spori sem gerir lengsta hring allt að 15 km langan. Þúsundir þúsundir borgarbúa hafa nýtt sér gönguskíðasporin til hreyfingar og útiveru síðustu misserin, mörg prófað að stíga á gönguskíði í fyrsta sinn því Sporið hefur verið að bjóða upp á leigu á gönguskíðabúnaði og námskeið fyrir þau sem þurfa við Rauðavatn. Lífsgæðaborgin fyrir öll - allt árið um kring. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta stundað fjölbreytta útivist eftir árstíðum og hefur meirihlutinn í borginni, fyrir tilstuðlan Samfylkingarinnar, lagt mikið upp úr því að skapa umgjörð þannig að íbúar geti sinnt og nært líkamlega, andlega og félagslega heilsu allt árið um kring. Mikil tækifæri felast í áframhaldandi þróunar til útivistar á Rauðavatni og Hólmsheiði en svæðið tengist inn á Græna trefillinn sem er heiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði við útmörk sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu en sjálfbær ferðaþjónusta er framtíðin og efni í aðra grein. Komdu út að Vetrar- leika Fyrir þau sem hafa ekki komið að Rauðavatni, gengið hringinn í kringum vatnið á upplýstum stíg, jafnvel tekið aukahring inn á stígakerfi Hólmsheiðar eða stoppað við áningu með kakóbolla með fjallasýn Bláfjalla fyrir augum vil ég segja: Velkomin í Austurborgina - Velkomin að upplifa dásemdir Austurheiða. Velkomin í Útilífsborgina Reykjavík. Komdu út að Vetrar-leika í svartasta skammdeginu, taka inn bleikrauða liti miðsvetrarbirtunnar, til að ganga, til að hlaupa, til að hjóla, til að skíða, til að viðra hundinn, til að taka skautasnúning á skautasvelli eða eiga trúnó með vinum. Sjáumst á Austurheiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, íbúi í austurborginni og elskar miðsvetrarbirtuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Skíðaíþróttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Í froststillu síðustu vikna hefur Reykjavíkurborg og umhverfi hennar skartað sínu allra fegursta. Margbreytileg litasamsetning miðsvetrarbirtunnar dregur mörg út undir bert loft til að njóta súrefnis, hreyfingar og næra sálina í skammdeginu. Útilífsborgin Reykjavík er sannarlega fjölbreytt en markmið og hlutverk hennar er meðal annars að stuðla að aukinni þátttöku borgarbúa í almennri útiveru, hreyfingu og stuðla þannig að bættri lýðheilsu. Leitast er við að koma til móts við mismunandi áhugasvið fólks tengt útilífi til dæmis með því að bæta þjónustu og skapa aðstöðu til þess í borginni samhliða að styðja við aðila og félög sem vinna með útivist í sínu starfi þannig að hægt sé skapa vettvang til að auka gæði og framboð útivistar fyrir sem flesta hópa. Svara kalli íbúa. Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2022 var einmitt að efla Austurheiðar með markvissari hætti sem bæði fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Skapa umgjörð fyrir fólk á öllum aldri með ólík áhugamál til að njóta og nota útivistar og náttúrulegs umhverfis við borgarmörkin. En hvað eru Austurheiðar? Fyrir þau sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóran hluta svæðisins en svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Þannig eru Austurheiðar hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga - útivistarsvæði til að njóta náttúru, heilbrigðs lífsstíls og útiveru allt árið um kring. Loksins gönguskíðaspor í Austurheiðum Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar og stefna í Íþróttamálum til 2030 eru mikilvægir leiðarvísar fyrir að skapa heilsueflandi og öruggt samfélag þar sem fólk á öllum æviskeiðum hefur jöfn tækifæri til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Sporið og Útilífsborgin gerðu með sér samning síðasta haust, um að efla tækifæri borgarbúa til að stunda skíðagöngu í borgarlandinu og um leið hana gera aðgengilegri fyrir öll, líka þau sem aldrei hafa stigið á gönguskíði. Samið var um að Sporið muni í vetur annast lagningu og viðhald skíðagönguspora, leggja janvel tvöfalt gönguskíðaspor þar sem því verður við komið. Í veðurfari síðustu vikna hafa skapast aðstæður til að leggja gönguskíðaspor á Rauðavatni, Hólmsheiði og Langavatni en tekist hefur að tengja svæðin saman í spori sem gerir lengsta hring allt að 15 km langan. Þúsundir þúsundir borgarbúa hafa nýtt sér gönguskíðasporin til hreyfingar og útiveru síðustu misserin, mörg prófað að stíga á gönguskíði í fyrsta sinn því Sporið hefur verið að bjóða upp á leigu á gönguskíðabúnaði og námskeið fyrir þau sem þurfa við Rauðavatn. Lífsgæðaborgin fyrir öll - allt árið um kring. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta stundað fjölbreytta útivist eftir árstíðum og hefur meirihlutinn í borginni, fyrir tilstuðlan Samfylkingarinnar, lagt mikið upp úr því að skapa umgjörð þannig að íbúar geti sinnt og nært líkamlega, andlega og félagslega heilsu allt árið um kring. Mikil tækifæri felast í áframhaldandi þróunar til útivistar á Rauðavatni og Hólmsheiði en svæðið tengist inn á Græna trefillinn sem er heiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði við útmörk sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu en sjálfbær ferðaþjónusta er framtíðin og efni í aðra grein. Komdu út að Vetrar- leika Fyrir þau sem hafa ekki komið að Rauðavatni, gengið hringinn í kringum vatnið á upplýstum stíg, jafnvel tekið aukahring inn á stígakerfi Hólmsheiðar eða stoppað við áningu með kakóbolla með fjallasýn Bláfjalla fyrir augum vil ég segja: Velkomin í Austurborgina - Velkomin að upplifa dásemdir Austurheiða. Velkomin í Útilífsborgina Reykjavík. Komdu út að Vetrar-leika í svartasta skammdeginu, taka inn bleikrauða liti miðsvetrarbirtunnar, til að ganga, til að hlaupa, til að hjóla, til að skíða, til að viðra hundinn, til að taka skautasnúning á skautasvelli eða eiga trúnó með vinum. Sjáumst á Austurheiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, íbúi í austurborginni og elskar miðsvetrarbirtuna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun