Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:12 Sigurjón var blóðugur á öxlinni. AÐSEND Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór. Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig. Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig.
Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira