Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:12 Sigurjón var blóðugur á öxlinni. AÐSEND Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór. Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig. Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig.
Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira