Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 07:33 Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins. Við hjá Visku stéttarfélagi ákváðum því að spyrja sérfræðinga ríkisins beint um hvað mætti betur fara. Könnunin var send á um annað þúsund félaga okkar hjá ríkinu og um 400 tóku þátt. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi og stjórnvöldum ber að leggja við hlustir. Flatur niðurskurður kemur niður á okkur öllum 85% sérfræðinga hjá ríkinu telja mögulegt að hagræða á sínum vinnustað að einhverju leyti, en telja samráði við starfsfólk hafa verið verulega ábótavant síðustu ár. Einn sem sendi inn álit til Visku orðar það vel: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnunum…raunverulegt samtal og samráð sparar mikla fjármuni“. Svörin benda flest til hins sama – kunnátta ríkisstarfsfólks er vannýttur auður og hagræðing hefur ekki verið samstarfsverkefni. Fólk hefur áhyggjur af forgangsröðun verkefna og flötum, ómarkvissum niðurskurði sem í mörgum tilfellum hefur komið niður á þjónustu, valdið auknu álagi á starfsfólk og töluverðri undirmönnun á stofnunum. Þessu þarf að breyta. Tækifærin liggja í að fjárfesta í starfsfólki Þegar rætt er um hagræðingu í ríkisrekstri er oft horft til starfsmannahalds, þrátt fyrir að samkvæmt tölum Hagstofunnar fari aðeins um 20-25% af rekstrarútgjöldum ríkisins í laun. Þessi nálgun, sem virðist þráhyggjukennt áhugamál atvinnulífsins, litast oft af fordómum fyrir þeim mikilvægu störfum sem unnin eru af opinberu starfsfólki. Eins og einn bendir á: „Mér þykir miður að fylgjast með umræðu um fólk í stjórnsýslu. Við höfum litla rödd sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Staðreyndin er sú að opinbert starfsfólk sinnir ómetanlegri þjónustu við fólkið í landinu og er burðarás velferðarsamfélagsins. Með þessu er gert lítið úr stærri hagræðingartækifærum. Samkvæmt könnun Visku er 56% aðspurðra frekar eða mjög sammála því að bæta megi ríkisrekstur með aukinni stafrænni væðingu og bættum ferlum, og um þriðjungur bendir á hagræðingartækifæri í innkaupum. Það kostar að reka samfélag Undanfarið hafa ýmsir á hægri væng stjórnmála reynt að telja þjóðinni trú um að hagvöxtur einn og sér geti fjármagnað opinber kerfi til framtíðar. Hægt sé jafnvel að lækka skatta verulega en á sama tíma varðveita velferðina á Íslandi. Þessi heimssýn gengur ekki upp. Norræn velferðarsamfélög hafa sögulega séð veitt um 40% af landsframleiðslunni í opinber kerfi og þörfin mun síst minnka í framtíðinni. Það kostar nefnilega að reka samfélag. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að leita allra leiða til að forgangsraða og fara betur með fé. Við þurfum að forgangsraða fjármunum okkar í rétta hluti – t.d. löngu tímabæra launaleiðréttingu hjá kvennastéttum á opinbera markaðnum, stéttum sem eru í framlínu velferðarsamfélagsins. Starfsfólk ríkisins vinnur ómetanlegt starf á hverjum degi í þágu samfélags og þjóðar. Nýrri ríkisstjórn ber að hlusta á starfsfólkið sitt, fjárfesta í störfum þeirra og bæta kjör og vinnuaðstæður, okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins. Við hjá Visku stéttarfélagi ákváðum því að spyrja sérfræðinga ríkisins beint um hvað mætti betur fara. Könnunin var send á um annað þúsund félaga okkar hjá ríkinu og um 400 tóku þátt. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi og stjórnvöldum ber að leggja við hlustir. Flatur niðurskurður kemur niður á okkur öllum 85% sérfræðinga hjá ríkinu telja mögulegt að hagræða á sínum vinnustað að einhverju leyti, en telja samráði við starfsfólk hafa verið verulega ábótavant síðustu ár. Einn sem sendi inn álit til Visku orðar það vel: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnunum…raunverulegt samtal og samráð sparar mikla fjármuni“. Svörin benda flest til hins sama – kunnátta ríkisstarfsfólks er vannýttur auður og hagræðing hefur ekki verið samstarfsverkefni. Fólk hefur áhyggjur af forgangsröðun verkefna og flötum, ómarkvissum niðurskurði sem í mörgum tilfellum hefur komið niður á þjónustu, valdið auknu álagi á starfsfólk og töluverðri undirmönnun á stofnunum. Þessu þarf að breyta. Tækifærin liggja í að fjárfesta í starfsfólki Þegar rætt er um hagræðingu í ríkisrekstri er oft horft til starfsmannahalds, þrátt fyrir að samkvæmt tölum Hagstofunnar fari aðeins um 20-25% af rekstrarútgjöldum ríkisins í laun. Þessi nálgun, sem virðist þráhyggjukennt áhugamál atvinnulífsins, litast oft af fordómum fyrir þeim mikilvægu störfum sem unnin eru af opinberu starfsfólki. Eins og einn bendir á: „Mér þykir miður að fylgjast með umræðu um fólk í stjórnsýslu. Við höfum litla rödd sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Staðreyndin er sú að opinbert starfsfólk sinnir ómetanlegri þjónustu við fólkið í landinu og er burðarás velferðarsamfélagsins. Með þessu er gert lítið úr stærri hagræðingartækifærum. Samkvæmt könnun Visku er 56% aðspurðra frekar eða mjög sammála því að bæta megi ríkisrekstur með aukinni stafrænni væðingu og bættum ferlum, og um þriðjungur bendir á hagræðingartækifæri í innkaupum. Það kostar að reka samfélag Undanfarið hafa ýmsir á hægri væng stjórnmála reynt að telja þjóðinni trú um að hagvöxtur einn og sér geti fjármagnað opinber kerfi til framtíðar. Hægt sé jafnvel að lækka skatta verulega en á sama tíma varðveita velferðina á Íslandi. Þessi heimssýn gengur ekki upp. Norræn velferðarsamfélög hafa sögulega séð veitt um 40% af landsframleiðslunni í opinber kerfi og þörfin mun síst minnka í framtíðinni. Það kostar nefnilega að reka samfélag. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að leita allra leiða til að forgangsraða og fara betur með fé. Við þurfum að forgangsraða fjármunum okkar í rétta hluti – t.d. löngu tímabæra launaleiðréttingu hjá kvennastéttum á opinbera markaðnum, stéttum sem eru í framlínu velferðarsamfélagsins. Starfsfólk ríkisins vinnur ómetanlegt starf á hverjum degi í þágu samfélags og þjóðar. Nýrri ríkisstjórn ber að hlusta á starfsfólkið sitt, fjárfesta í störfum þeirra og bæta kjör og vinnuaðstæður, okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun