Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. janúar 2025 09:02 Sigurjón Sighvatsson og David Lynch á fyrirlestri þess síðarnefnda í Háskólabíó í maí 2009 þegar Lynch kynnti Íslendinga fyrir innhverfri íhugun svo þeir gætu tekist betur á við afleiðingar efnahagshrunsins. Örn Sigurjón Sighvatsson minnist vinar síns, David Lynch, sem eins áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra sögunnar. Lynch hafi verið prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og var alltaf langt á undan sinni samtíð. David Lynch lést 15. janúar síðastliðinn, 78 ára að aldri, eftir harða baráttu við lungnaþembu. Síðustu daga hefur gríðarlegur fjöldi fólks minnst leikstjórans, allt frá samstarfsfólki hans til fólks sem hann hafði áhrif á, hvort sem það eru aðrir listamenn eða venjulegt fólk. Einn þeirra sem minnist Lynch af hlýhug er Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, sem vann með Lynch að einum ástsælustu sjónvarpsþáttum sögunnar, Twin Peaks og kvikmyndinni Wild at Heart. Sigurjón ræddi við fréttastofu um kynni sín af Lynch, persónu hans og vinnulagi. Hann rifjaði upp þegar leikstjórinn hjálpaði Íslendingum eftir hrunið með innhverfri íhugun og ljóstraði í fyrsta skipti frá síðustu mynd Lynch sem aldrei varð. Vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið „Ég var alltaf í miklu sambandi við hann, ekki síst út af því að hann kom hingað 2009 út af innhverfri íhugun,“ segir Sigurjón um samskipti sín við Lynch síðustu árin. „David vildi hjálpa Íslendingum að ná andlegu jafnvægi eftir hrunið.“ Lynch kom þá til Íslands að kynna eitt helsta hugðarefni sitt, innhverfa íhugun. Ekki nóg með að halda fyrirlestur fyrir mörg hundruð manns heldur tók Lynch þátt í að endurreisa Íslenska íhugunarfélagið og gaf Íslendingum veglega peningagjöf, um 200 þúsund dali, sem varð til þess að sex kennarar voru ráðnir til að kenna fólki tæknina um nokkura ára skeið. „Þetta kom upp úr símtali sem við áttum, ég og David. Hann sagði við mig: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland.“ Og ég sagði: „Þú ert búinn að vera að segja þetta við mig í tuttugu ár.“ Þá sagði hann: „Ég get komið eftir fimm daga.“ Og svo kom hann.“ Hverja höfum við séð koma og afhenda 13 milljónir bara til einhverrar þjóðar úti í heimi út af einhverju svona? Meðan Lynch og Sigurjón unnu að Twin Peaks veiktist Sigurjón af sjúkdómnum síþreytu. Það var þá sem Lynch sagði við Sigurjón: „Nú hefurðu tíma til að íhuga og hugleiða.“ „Þannig fór ég af stað, og hef gert það síðan í 35 ár,“ segir Sigurjón en Lynch stundaði innhverfa íhugun frá 1973 til dauðadags, rúmlega hálfa öld. Tengdust nánum böndum Sigurjón kynntist David þegar hann var að reyna að búa til kvikmynd sem hét Ronnie Rocket í kringum 1987, en aldrei varð neitt úr henni. Michael J. Anderson átti að leika Ronnie Rocket, rokkstjörnu sem gat stýrt rafmagni, í samnefndri mynd. Hann lék síðar í Twin Peaks og Mulholland Drive. „Það var svo dýr mynd, þá. En fullt af þeim hugmyndum sem voru þar notaði hann seinna í annað,“ segir Sigurjón. Í framhaldinu tengdust þeir David og Sigurjón frekar og unnu náið saman, meðal annars að stuttmyndinni The Cowboy and the Frenchman með Harry Dean Stanton í aðalhlutverki. „Hann var aldrei með einhvern einn pródúsent þannig við urðum hans heimili, eða production company, í nokkur ár,“ segir Sigurjón og á þá við framleiðslufyrirtæki sitt, Propaganda Films. David Lynch hafði gríðarleg áhrif á samtíma sinn, hvort sem það var á aðra leikstjóra, myndlistarfólk eða tónlistarmenn.Getty „Upp úr þessu spratt margt annað,“ segir hann og bætir við að skömmu eftir þetta hafi verið komið handrit af Twin Peaks, en það hafi gengið erfiðlega að fá peninga fyrir verkefninu frá ABC-sjónvarpsstöðinni. „Þá komum við og redduðum peningum erlendis frá. Þess vegna er upphaflegi Twin Peaks-pilotinn allt öðru vísi í Evrópu heldur en í Ameríku því í Evrópu kemur í ljós hver drap Lauru Palmer. En það var aldrei sýnt í Ameríku og serían sló í gegn,“ segir Sigurjón sem bendir á að í þessum sögulegu sjónvarpsþáttum megi finna margar Íslandstengingar. „Þú sérð að það er fullt vísað í Ísland og Íslendinga í Twin Peaks. það er meðal annars sungið Öxar við ánna.“ Einn sá fyrsti til að nýta samfélagsmiðla Sigurjón segir skemmtilega sögu af því þegar verið var að sýna Twin Peaks í sjónvarpi. Þá þekkti Sigurjón íslenskan mann, Björn heitinn Ellertsson, sem var kennari í UCLA. Hann sagði honum frá því að allir væru að tala um þættina á intranetinu. Allir og amma þeirra voru að pæla í því hver hefði drepið Lauru Palmer eftir fyrsta þátt Twin Peaks.ABC „Og ég spyr: „Hvað er þetta intranet?“ Hann segir „Það er á milli allra háskólana þar sem við sendum hvorum öðrum skilaboð“. Ég segi David frá þessu og þá segir hann: „Geturðu ekki reddað mér afriti af þessu?“ „Þannig á hverjum föstudegi fór ég upp í UCLA og þar var Björn búinn að prenta út svona fimm hundruð komment um þáttinn sem var kvöldið áður,“ segir Sigurjón. „Ég segi að David hafi verið fyrsti maðurinn til að notfæra sér samfélagsmiðla. Hann notaði fullt úr þessu.“ „Ég bara las þetta og skrifaði handritið um helgina!“ Sigurjón vann einnig með Lynch að kvikmyndinni Wild at Heart frá 1990, sem skartar Nicolas Cage og Lauru Dern í aðalhlutverkunum. Sigurjón átti réttindin að bókinni, benti Lynch á þetta mögulega verkefni og sendi honum eintak af bókinni. Nokkrum dögum seinna hafði David samband. „Hann segir: „Ég er búinn með handritið.“ Og ég segi: „Hvað meinarðu að þú sért búinn með handritið? Þú varst ekki einu sinni búinn að segja mér að þú fílaðir bókina,“ David svarar: „Ég bara las þetta og skrifaði handritið um helgina!“.“ Wild at Heart byggir á skáldsögu Barry Gifford, sem átti seinna eftir að vinna með Lynch að gerð síðustu kvikmyndar hans í fullri lengd, Inland Empire, frá 2006. Sigurjón segir að framleiðsluferli Wild at Heart hafi gengið mjög hratt fyrir sig. Handritið hafi verið tilbúið viku eftir að Lynch fékk bókina í hendur og svo hafi þeir verið komnir í tökur nokkrum vikum seinna. Myndin sló í gegn og vann ein virtustu kvikmyndaverðlaun heims, sjálfan Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Lynch með gullpálmann árið 1990 ásamt Isabellu Rosselini sem lék fyrir hann í Blue Velvet og Wild at Heart. Þau voru saman frá 1986 til '91.Getty Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni „Hann var náttúrulega frábær maður á mann hann David. Það var ekki síst íhugunin sem átti þátt í því. Hann var samt rosalega prívat. Seinni árin hefði ég dottið úr sambandi við hann ef ég hefði ekki verið í kringum þetta íhugunarmál.“ Sigurjón og Lynch bjuggu um árabil báðir í Hollywood-hæðunum, í um það bil fimm mínútna fjarlægð frá hvorum öðrum. Ástand Lynch versnaði til muna eftir að gróðureldarnir breiddu úr sér um Los Angeles í byrjun árs.Getty „David vildi ekki taka á móti mörgum, það var löngu áður en hann veiktist. En þá fengum við okkur kaffi kannski einu sinni í mánuði, og ræddum nú orðið meira innhverfa íhugun heldur en kannski bíómyndir. Hann í rauninni fylgdist ekki mikið með.“ Sigurjón fer fögrum orðum um þennan vin og samstarfsmann sinn, sem hann segir að hafi verið einstakur vinnufélagi. „Það var frábært að vinna með David. Það eru ekki margir leikstjórar eins og hann. Það eru svo margir leikstjórar eins og harðstjórar. Hann var hið gagnstæða, enda voru engar negatívar víbrur leyfðar hjá honum. Alveg sama hver það var sem var orsök að einhverjum leiðindum þá kom sá ekki í vinnu daginn eftir. Það er svo oft sagt „No pain, no gain“, en það var ekkert pain hjá David. Aldrei.“ „Og alltaf í hverju einasta hádegi var 45 mínútna hlé svo David gæti farið og hugleitt.“ Lynch naut þess alla tíð að reykja og dró það hann á endanum til dauða.Getty Allir viti hvað Lynch-ískt þýðir Höfundareinkenni Lynch voru mörg og áberandi. Hann var oft tengdur við súrrealisma þar sem verk hans þóttu draumkennd (og martraðakennd) og atburðarásin réðist ekki endilega á hefðbundnu orskasamhengi. Það er meira að segja til hugtak yfir þessi einkenni og það sem þykir minna á stílbragð Lynch: „Lynchian“ eða „Lynch-ískt“. „Lynchian er miklu sterkara en til að mynda „Tarantinoesque“. Það vita allir hvað þetta þýðir. Þetta þýðir eitthvað sérstakt, eitthvað furðulegt sem maður í rauninni skilur ekki,“ segir Sigurjón. David Lynch var einstakur í kvikmyndasögunni, hvað varðar tón, frásagnaraðferðir og myndbyggingu.Getty Hann útskýrir að Lynch hafi ekki endilega skrifað kvikmynda- eða þáttahandrit með hefbundnum hætti. Hann hafi fengið ýmsar hugmyndir, skrifað þær niður á blað og svo tengt þær saman eftir á. Á sama tíma hafi hann verið algjör fullkomnunarsinni „Þú breyttir ekki texta David Lynch. Þú mættir ekki sem leikari á sett og fékkst að impróvísera, hann skildi það ekki,“ segir Sigurjón. „Þetta eru mínar línur,“ hafi hann sagt. „Oft sögðu leikararnir: „Þetta meikar engan sens,“ en hann sagði: „Jújú, þegar þú sérð þetta mun þetta meika fullkomin sens,“ en ég er nú ekki viss að það sé endilega rétt,“ segir Sigurjón. Maðurinn sem seldi sál sína djöflinum Sigurjón segir að David hafi unnið grunnvinnu að mörgum verkefnum sem aldrei varð neitt úr. Þar á meðal var ævisögumynd sem þeir voru að vinna saman að um Robert Johnson, goðsagnakenndan blúsara sem þjóðsagan segir að hafi gert samning við djöfulinn fyrir tónlistarhæfileika. Ein af fáum myndum sem hefur varðveist af blúsaranum goðsagnakennda.Delta Haze Corporation Johnson starfaði sem farandtónlistarmaður og tók aðeins upp 29 lög áður en hann lést 27 ára gamall árið 1938. Þrátt fyrir það er hann einn áhrifamesti blúsari sögunnar og hefur honum verið lýst sem fyrstu rokkstjörnunni. Lítið er vitað um ævi hans sem er góður jarðvegur fyrir alls konar sögusagnir og goðsögur. Kvikmyndagerðarmaðurinn Allan Greenberg skrifaði handrit um Johnson. Til stóð að Martin Scorsese, annar af merkustu leikstjórum Bandaríkjanna, myndi gera þá mynd en ekkert varð af því. Martin Scorsese hefur gert heimildamyndir um ýmsa tónlistarmenn, t.a.m. George Harrison og Bob Dylan. Að sögn Sigurjóns sagði Scorsese við Lynch: „Ég veit að þú ert heillaður af Roberti Johnson, af hverju tekur þú ekki þetta handrit?“ Sigurjón og Lynch hafi síðan undirbúið gerð þessarar kvikmyndar. Sigurjón hafði sagt að þeir gætu fengið Eric Clapton til að gera tónlistina, en David sagt: „Jonni, hvað ertu að tala um? Ég mun sjá um múskína. Ég þarf engan Eric Clapton. Ég kann þetta allt utan að.“ Þeim hafi þó gengið erfiðlega að finna þann sem ætti að leika aðalsöguhetjuna. Um 2010 hafi Lynch síðan hringt í Sigurjón og byrjað á að segja: „Við fórum aldrei af stað því við vorum aldrei búnir að finna hinn rétta Robert Johnson.“ Evan Ross er hálfnorskur og satt að segja ekki ýkja líkur Johnson. En Lynch hefur séð eitthvað í honum.Getty Sigurjón segir að Lynch hafi verið rosalega spenntur í þessu símtali: „Ég er búinn að finna Robert Johnson. Það er Evan Ross, sonur Diönu Ross.“ Sigurjón segist þrátt fyrir það hafa áttað sig á því þarna að David Lynch væri búinn að gera sína síðustu kvikmynd. „Ég held að David sé ekki að fara að gera þessa mynd, og ég er ekki viss um að hann geri fleiri myndir,“ hafi hann hugsað á þessum tíma. „Alltaf þegar við vorum að færast nær þessu þá einhvern veginn dró hann sig til baka,“ segir Sigurjón og hafði rétt fyrir sér. David Lynch gerði ekki fleiri myndir eftir Inland Empire árið 2006 en áhorfendur fengu þó að njóta þriðju seríunnar af Twin Peaks. Þeir allra hörðustu fylgdust svo með veðurfréttum Lynch á Youtube en hann gerði ein 950 slík myndbönd. Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Fer ekki út úr húsi eftir greininguna „Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri. 17. nóvember 2024 10:14 Tvídrangatónskáldið Angelo Badalamenti látinn Tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Angelo Badalamenti lést á heimili sínu í gær, 85 ára gamall. Badalamenti er þekktastur fyrir tónlistina í Blue Velvet, Twin Peaks og Mulholland Drive. 12. desember 2022 23:14 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
David Lynch lést 15. janúar síðastliðinn, 78 ára að aldri, eftir harða baráttu við lungnaþembu. Síðustu daga hefur gríðarlegur fjöldi fólks minnst leikstjórans, allt frá samstarfsfólki hans til fólks sem hann hafði áhrif á, hvort sem það eru aðrir listamenn eða venjulegt fólk. Einn þeirra sem minnist Lynch af hlýhug er Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, sem vann með Lynch að einum ástsælustu sjónvarpsþáttum sögunnar, Twin Peaks og kvikmyndinni Wild at Heart. Sigurjón ræddi við fréttastofu um kynni sín af Lynch, persónu hans og vinnulagi. Hann rifjaði upp þegar leikstjórinn hjálpaði Íslendingum eftir hrunið með innhverfri íhugun og ljóstraði í fyrsta skipti frá síðustu mynd Lynch sem aldrei varð. Vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið „Ég var alltaf í miklu sambandi við hann, ekki síst út af því að hann kom hingað 2009 út af innhverfri íhugun,“ segir Sigurjón um samskipti sín við Lynch síðustu árin. „David vildi hjálpa Íslendingum að ná andlegu jafnvægi eftir hrunið.“ Lynch kom þá til Íslands að kynna eitt helsta hugðarefni sitt, innhverfa íhugun. Ekki nóg með að halda fyrirlestur fyrir mörg hundruð manns heldur tók Lynch þátt í að endurreisa Íslenska íhugunarfélagið og gaf Íslendingum veglega peningagjöf, um 200 þúsund dali, sem varð til þess að sex kennarar voru ráðnir til að kenna fólki tæknina um nokkura ára skeið. „Þetta kom upp úr símtali sem við áttum, ég og David. Hann sagði við mig: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland.“ Og ég sagði: „Þú ert búinn að vera að segja þetta við mig í tuttugu ár.“ Þá sagði hann: „Ég get komið eftir fimm daga.“ Og svo kom hann.“ Hverja höfum við séð koma og afhenda 13 milljónir bara til einhverrar þjóðar úti í heimi út af einhverju svona? Meðan Lynch og Sigurjón unnu að Twin Peaks veiktist Sigurjón af sjúkdómnum síþreytu. Það var þá sem Lynch sagði við Sigurjón: „Nú hefurðu tíma til að íhuga og hugleiða.“ „Þannig fór ég af stað, og hef gert það síðan í 35 ár,“ segir Sigurjón en Lynch stundaði innhverfa íhugun frá 1973 til dauðadags, rúmlega hálfa öld. Tengdust nánum böndum Sigurjón kynntist David þegar hann var að reyna að búa til kvikmynd sem hét Ronnie Rocket í kringum 1987, en aldrei varð neitt úr henni. Michael J. Anderson átti að leika Ronnie Rocket, rokkstjörnu sem gat stýrt rafmagni, í samnefndri mynd. Hann lék síðar í Twin Peaks og Mulholland Drive. „Það var svo dýr mynd, þá. En fullt af þeim hugmyndum sem voru þar notaði hann seinna í annað,“ segir Sigurjón. Í framhaldinu tengdust þeir David og Sigurjón frekar og unnu náið saman, meðal annars að stuttmyndinni The Cowboy and the Frenchman með Harry Dean Stanton í aðalhlutverki. „Hann var aldrei með einhvern einn pródúsent þannig við urðum hans heimili, eða production company, í nokkur ár,“ segir Sigurjón og á þá við framleiðslufyrirtæki sitt, Propaganda Films. David Lynch hafði gríðarleg áhrif á samtíma sinn, hvort sem það var á aðra leikstjóra, myndlistarfólk eða tónlistarmenn.Getty „Upp úr þessu spratt margt annað,“ segir hann og bætir við að skömmu eftir þetta hafi verið komið handrit af Twin Peaks, en það hafi gengið erfiðlega að fá peninga fyrir verkefninu frá ABC-sjónvarpsstöðinni. „Þá komum við og redduðum peningum erlendis frá. Þess vegna er upphaflegi Twin Peaks-pilotinn allt öðru vísi í Evrópu heldur en í Ameríku því í Evrópu kemur í ljós hver drap Lauru Palmer. En það var aldrei sýnt í Ameríku og serían sló í gegn,“ segir Sigurjón sem bendir á að í þessum sögulegu sjónvarpsþáttum megi finna margar Íslandstengingar. „Þú sérð að það er fullt vísað í Ísland og Íslendinga í Twin Peaks. það er meðal annars sungið Öxar við ánna.“ Einn sá fyrsti til að nýta samfélagsmiðla Sigurjón segir skemmtilega sögu af því þegar verið var að sýna Twin Peaks í sjónvarpi. Þá þekkti Sigurjón íslenskan mann, Björn heitinn Ellertsson, sem var kennari í UCLA. Hann sagði honum frá því að allir væru að tala um þættina á intranetinu. Allir og amma þeirra voru að pæla í því hver hefði drepið Lauru Palmer eftir fyrsta þátt Twin Peaks.ABC „Og ég spyr: „Hvað er þetta intranet?“ Hann segir „Það er á milli allra háskólana þar sem við sendum hvorum öðrum skilaboð“. Ég segi David frá þessu og þá segir hann: „Geturðu ekki reddað mér afriti af þessu?“ „Þannig á hverjum föstudegi fór ég upp í UCLA og þar var Björn búinn að prenta út svona fimm hundruð komment um þáttinn sem var kvöldið áður,“ segir Sigurjón. „Ég segi að David hafi verið fyrsti maðurinn til að notfæra sér samfélagsmiðla. Hann notaði fullt úr þessu.“ „Ég bara las þetta og skrifaði handritið um helgina!“ Sigurjón vann einnig með Lynch að kvikmyndinni Wild at Heart frá 1990, sem skartar Nicolas Cage og Lauru Dern í aðalhlutverkunum. Sigurjón átti réttindin að bókinni, benti Lynch á þetta mögulega verkefni og sendi honum eintak af bókinni. Nokkrum dögum seinna hafði David samband. „Hann segir: „Ég er búinn með handritið.“ Og ég segi: „Hvað meinarðu að þú sért búinn með handritið? Þú varst ekki einu sinni búinn að segja mér að þú fílaðir bókina,“ David svarar: „Ég bara las þetta og skrifaði handritið um helgina!“.“ Wild at Heart byggir á skáldsögu Barry Gifford, sem átti seinna eftir að vinna með Lynch að gerð síðustu kvikmyndar hans í fullri lengd, Inland Empire, frá 2006. Sigurjón segir að framleiðsluferli Wild at Heart hafi gengið mjög hratt fyrir sig. Handritið hafi verið tilbúið viku eftir að Lynch fékk bókina í hendur og svo hafi þeir verið komnir í tökur nokkrum vikum seinna. Myndin sló í gegn og vann ein virtustu kvikmyndaverðlaun heims, sjálfan Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Lynch með gullpálmann árið 1990 ásamt Isabellu Rosselini sem lék fyrir hann í Blue Velvet og Wild at Heart. Þau voru saman frá 1986 til '91.Getty Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni „Hann var náttúrulega frábær maður á mann hann David. Það var ekki síst íhugunin sem átti þátt í því. Hann var samt rosalega prívat. Seinni árin hefði ég dottið úr sambandi við hann ef ég hefði ekki verið í kringum þetta íhugunarmál.“ Sigurjón og Lynch bjuggu um árabil báðir í Hollywood-hæðunum, í um það bil fimm mínútna fjarlægð frá hvorum öðrum. Ástand Lynch versnaði til muna eftir að gróðureldarnir breiddu úr sér um Los Angeles í byrjun árs.Getty „David vildi ekki taka á móti mörgum, það var löngu áður en hann veiktist. En þá fengum við okkur kaffi kannski einu sinni í mánuði, og ræddum nú orðið meira innhverfa íhugun heldur en kannski bíómyndir. Hann í rauninni fylgdist ekki mikið með.“ Sigurjón fer fögrum orðum um þennan vin og samstarfsmann sinn, sem hann segir að hafi verið einstakur vinnufélagi. „Það var frábært að vinna með David. Það eru ekki margir leikstjórar eins og hann. Það eru svo margir leikstjórar eins og harðstjórar. Hann var hið gagnstæða, enda voru engar negatívar víbrur leyfðar hjá honum. Alveg sama hver það var sem var orsök að einhverjum leiðindum þá kom sá ekki í vinnu daginn eftir. Það er svo oft sagt „No pain, no gain“, en það var ekkert pain hjá David. Aldrei.“ „Og alltaf í hverju einasta hádegi var 45 mínútna hlé svo David gæti farið og hugleitt.“ Lynch naut þess alla tíð að reykja og dró það hann á endanum til dauða.Getty Allir viti hvað Lynch-ískt þýðir Höfundareinkenni Lynch voru mörg og áberandi. Hann var oft tengdur við súrrealisma þar sem verk hans þóttu draumkennd (og martraðakennd) og atburðarásin réðist ekki endilega á hefðbundnu orskasamhengi. Það er meira að segja til hugtak yfir þessi einkenni og það sem þykir minna á stílbragð Lynch: „Lynchian“ eða „Lynch-ískt“. „Lynchian er miklu sterkara en til að mynda „Tarantinoesque“. Það vita allir hvað þetta þýðir. Þetta þýðir eitthvað sérstakt, eitthvað furðulegt sem maður í rauninni skilur ekki,“ segir Sigurjón. David Lynch var einstakur í kvikmyndasögunni, hvað varðar tón, frásagnaraðferðir og myndbyggingu.Getty Hann útskýrir að Lynch hafi ekki endilega skrifað kvikmynda- eða þáttahandrit með hefbundnum hætti. Hann hafi fengið ýmsar hugmyndir, skrifað þær niður á blað og svo tengt þær saman eftir á. Á sama tíma hafi hann verið algjör fullkomnunarsinni „Þú breyttir ekki texta David Lynch. Þú mættir ekki sem leikari á sett og fékkst að impróvísera, hann skildi það ekki,“ segir Sigurjón. „Þetta eru mínar línur,“ hafi hann sagt. „Oft sögðu leikararnir: „Þetta meikar engan sens,“ en hann sagði: „Jújú, þegar þú sérð þetta mun þetta meika fullkomin sens,“ en ég er nú ekki viss að það sé endilega rétt,“ segir Sigurjón. Maðurinn sem seldi sál sína djöflinum Sigurjón segir að David hafi unnið grunnvinnu að mörgum verkefnum sem aldrei varð neitt úr. Þar á meðal var ævisögumynd sem þeir voru að vinna saman að um Robert Johnson, goðsagnakenndan blúsara sem þjóðsagan segir að hafi gert samning við djöfulinn fyrir tónlistarhæfileika. Ein af fáum myndum sem hefur varðveist af blúsaranum goðsagnakennda.Delta Haze Corporation Johnson starfaði sem farandtónlistarmaður og tók aðeins upp 29 lög áður en hann lést 27 ára gamall árið 1938. Þrátt fyrir það er hann einn áhrifamesti blúsari sögunnar og hefur honum verið lýst sem fyrstu rokkstjörnunni. Lítið er vitað um ævi hans sem er góður jarðvegur fyrir alls konar sögusagnir og goðsögur. Kvikmyndagerðarmaðurinn Allan Greenberg skrifaði handrit um Johnson. Til stóð að Martin Scorsese, annar af merkustu leikstjórum Bandaríkjanna, myndi gera þá mynd en ekkert varð af því. Martin Scorsese hefur gert heimildamyndir um ýmsa tónlistarmenn, t.a.m. George Harrison og Bob Dylan. Að sögn Sigurjóns sagði Scorsese við Lynch: „Ég veit að þú ert heillaður af Roberti Johnson, af hverju tekur þú ekki þetta handrit?“ Sigurjón og Lynch hafi síðan undirbúið gerð þessarar kvikmyndar. Sigurjón hafði sagt að þeir gætu fengið Eric Clapton til að gera tónlistina, en David sagt: „Jonni, hvað ertu að tala um? Ég mun sjá um múskína. Ég þarf engan Eric Clapton. Ég kann þetta allt utan að.“ Þeim hafi þó gengið erfiðlega að finna þann sem ætti að leika aðalsöguhetjuna. Um 2010 hafi Lynch síðan hringt í Sigurjón og byrjað á að segja: „Við fórum aldrei af stað því við vorum aldrei búnir að finna hinn rétta Robert Johnson.“ Evan Ross er hálfnorskur og satt að segja ekki ýkja líkur Johnson. En Lynch hefur séð eitthvað í honum.Getty Sigurjón segir að Lynch hafi verið rosalega spenntur í þessu símtali: „Ég er búinn að finna Robert Johnson. Það er Evan Ross, sonur Diönu Ross.“ Sigurjón segist þrátt fyrir það hafa áttað sig á því þarna að David Lynch væri búinn að gera sína síðustu kvikmynd. „Ég held að David sé ekki að fara að gera þessa mynd, og ég er ekki viss um að hann geri fleiri myndir,“ hafi hann hugsað á þessum tíma. „Alltaf þegar við vorum að færast nær þessu þá einhvern veginn dró hann sig til baka,“ segir Sigurjón og hafði rétt fyrir sér. David Lynch gerði ekki fleiri myndir eftir Inland Empire árið 2006 en áhorfendur fengu þó að njóta þriðju seríunnar af Twin Peaks. Þeir allra hörðustu fylgdust svo með veðurfréttum Lynch á Youtube en hann gerði ein 950 slík myndbönd.
Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Fer ekki út úr húsi eftir greininguna „Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri. 17. nóvember 2024 10:14 Tvídrangatónskáldið Angelo Badalamenti látinn Tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Angelo Badalamenti lést á heimili sínu í gær, 85 ára gamall. Badalamenti er þekktastur fyrir tónlistina í Blue Velvet, Twin Peaks og Mulholland Drive. 12. desember 2022 23:14 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fer ekki út úr húsi eftir greininguna „Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri. 17. nóvember 2024 10:14
Tvídrangatónskáldið Angelo Badalamenti látinn Tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Angelo Badalamenti lést á heimili sínu í gær, 85 ára gamall. Badalamenti er þekktastur fyrir tónlistina í Blue Velvet, Twin Peaks og Mulholland Drive. 12. desember 2022 23:14