Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar 17. janúar 2025 08:03 Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun