Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2025 18:32 Hilmar Smári Henningsson sækir að Herði Axel í leiknum í kvöld Vísir/Jón Gautur Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfu þetta árið. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. Stjörnumenn byrjuðu betur og skoruðu fimm fyrstu stig leiksins áður en Álftanes komst á blað en gestirnir voru sterkarir aðilinn fyrstu mínúturnar. Heimamenn gerðu þó vel í að halda sig nálægt og þvinga Baldur þjálfara Stjörnunnar að taka leikhlé í fyrsta leikhluta. Stjarnan tók þá við sér og sprengdi níu stigum í röð á heimamenn sem fundu sig í stöðunni 12-21 en heimamenn áttu lokaáhlaup leikhlutans og halda í við topp lið Bónus deildarinnar. Leikhlutanum lauk í stöðunni 24-27. Annar leikhluti var frábær sóknarleikur þar sem Álftanes náði forystunni, náðu ekki að halda henni nema eina sókn í senn þar sem liðin skiptust á körfum. Stjörnumenn fengu framlag úr ýmsum áttum og þar á meðal frá Kristjáni Fannari Ingólfssyni sem setti tvo þrista niður með skömmu milllibili sem hjálpaði gestunum að ná undirtökunum aftur. Stjarnan endaði svo hálfleikinn betur og voru með sjö stiga forskot eftir að Hilmar Smári Henningsson setti niður flautukörfu. Staðan 46-53 í hálfleik og allt hægt hélt maður. Stjörnumenn voru þó ekki á þeim buxunum að halda þessu spennandi. Þeir stífðu varnarleikinn sinn og létu þrista rigna á Álftnesinga. Munurinn fór úr sjö stigum fljótlega í þriðja leikhluta í 12 stig og Álftanes tók leikhlé þegar 6:54 voru eftir af leikhlutanum. Það tókst ekki betur til en að Stjörnumenn héldu uppteknum hætti og munurinn orðinn 20 stig skömmu seinna, 51-71, og Álftanes tók leikhlé þegar 5:22 voru eftir af þriðja leikhluta. Álftanes náði þó að vakna og halda pínu sjó þangað til leikhlutanum lauk í stöðunni 63-81. Álftnesingar byrjuðu fjórða leikhluta af miklum krafti, hertu varnarleik sinn en náðu ekki að skora stig á móti stoppunum sínum. Þannig náðu gestirnir að halda þeim í seilingarfjarlægð og sigla sigrinum heim. Álftanes náði minnka muninn mest niður í níu stig en komust ekki lengra. Leiknum lauk 88-100 og Stjarnan mun leika til undanúrslita í bikarkeppni KKÍ en þeir þekkja það mjög vel að komast í þessa leiki. Atvik leiksins: Augnablikin á milli þess þegar 6:54 voru eftir af þriðja leikhluta og þess þegar 5:22 voru eftir af leikhlutanum. Þá breyttist staðan úr 51-63 í 51-71 og útséð með það eiginlega hvernig leikar myndu enda. Stjarnan var of ákaft lið fyrir heimamenn á þessum tímapunkti. Stjörnur og skúrkar: Jase Fabrese og Ægir Þór Steinarsson voru með tvöfalda tvennu fyrir gestina og Hilmar Smári Henningsson skoraði 22 stig fyrir þá. Þetta voru helstu aflgjafara þessa sigurs hjá Stjörnunni. Jase setti niður 23 stig og sótti 12 fráköst en Ægir skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar. Allt saman stig og atvik sem skiptu máli. Justin James skoraði 22 stig fyrir Álftanes en skúrkarnir þar voru allir sem klikkuðu vítum en mig grunar að sjálfstraust heimamanna hafi rýrnað mikið í upphafi seinni hálfleiks. Dómararnir: Gerðu þetta ágætlega. Maður varð ekki mikið var við þá en það voru atvik sem heimamenn pirruðu sig mikið á en ekkert sem réði úrslitum. Stemmning og umgjörð: Frábær stemmning. Þétt setinn bekkurinn og bæði hólf af stuðningsmönnum létu vel í sér heyra. Umgjörðin einnig frábær hjá Álftnesingum. Viðtöl: Hörður Axel: Við gáfum allt í þetta Hörður Axel Vilhjálmsson var sammála blaðamanni að brekkan hafi verið of brött til að klífa í fjórða leikhluta. Álftanes gaf allt í það en það dugði þó skammt. „Of djúp hola sem við grófum okkur í. Þeir hittu svakalega vel, sérstaklega fyrstu þrjá leikhlutana. Við vorum bara of langt frá þeim og því fór sem fór.“ Er eitthvað í fljótu bragði sem Hörður sér að betur hefði mátt fara í leiknum og sérstaklega í þriðja leikhluta. „Við töluðum um breytingar í hálfleik en þær virkuðu ekki beint. Við vorum svo búnir að frákasta vel í fyrri hálfleik en þeir byrja á þriðja leikhluta á að ná í tvö sóknarfráköst og fá þrista í staðinn og það eru dýr sex stig í byrjun þriðja. Á móti svona liði sem er svona gott þá er það rosalega dýrt.“ Stjarnan er á toppi Bónus deildar karla og að margra mati besta lið landsins, er eitthvað sem Álftnesingar geta tekið með sér úr góðum fyrri hálfleik og kannski þessum leik? „Við tökum það út að við getum einbeitt okkur að deildinni sem er drullusvekkjandi. Við gáfum allt í þetta og höfum gefið allt í þetta en við þurfum að finna leiðir til að klára leikina.“ Hörður hefur farið með Keflavík og Álftanesi í fyrra í undanúrslit bikarsins. Finnur hann fyrir auka svekkelsi að hafa ekki náð á sama stað í ár? „Já auðvitað. Maður fer í alla leiki til að vinna og er auðvitað svekktur að ná því ekki. Allir í kringum klúbbinn og í liðinu eru keppnismenn og vilja vinna alla leiki sem við förum í þannig að auðvitað er það svekkjandi. Við vildum fara lengra.“ VÍS-bikarinn UMF Álftanes Stjarnan
Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfu þetta árið. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. Stjörnumenn byrjuðu betur og skoruðu fimm fyrstu stig leiksins áður en Álftanes komst á blað en gestirnir voru sterkarir aðilinn fyrstu mínúturnar. Heimamenn gerðu þó vel í að halda sig nálægt og þvinga Baldur þjálfara Stjörnunnar að taka leikhlé í fyrsta leikhluta. Stjarnan tók þá við sér og sprengdi níu stigum í röð á heimamenn sem fundu sig í stöðunni 12-21 en heimamenn áttu lokaáhlaup leikhlutans og halda í við topp lið Bónus deildarinnar. Leikhlutanum lauk í stöðunni 24-27. Annar leikhluti var frábær sóknarleikur þar sem Álftanes náði forystunni, náðu ekki að halda henni nema eina sókn í senn þar sem liðin skiptust á körfum. Stjörnumenn fengu framlag úr ýmsum áttum og þar á meðal frá Kristjáni Fannari Ingólfssyni sem setti tvo þrista niður með skömmu milllibili sem hjálpaði gestunum að ná undirtökunum aftur. Stjarnan endaði svo hálfleikinn betur og voru með sjö stiga forskot eftir að Hilmar Smári Henningsson setti niður flautukörfu. Staðan 46-53 í hálfleik og allt hægt hélt maður. Stjörnumenn voru þó ekki á þeim buxunum að halda þessu spennandi. Þeir stífðu varnarleikinn sinn og létu þrista rigna á Álftnesinga. Munurinn fór úr sjö stigum fljótlega í þriðja leikhluta í 12 stig og Álftanes tók leikhlé þegar 6:54 voru eftir af leikhlutanum. Það tókst ekki betur til en að Stjörnumenn héldu uppteknum hætti og munurinn orðinn 20 stig skömmu seinna, 51-71, og Álftanes tók leikhlé þegar 5:22 voru eftir af þriðja leikhluta. Álftanes náði þó að vakna og halda pínu sjó þangað til leikhlutanum lauk í stöðunni 63-81. Álftnesingar byrjuðu fjórða leikhluta af miklum krafti, hertu varnarleik sinn en náðu ekki að skora stig á móti stoppunum sínum. Þannig náðu gestirnir að halda þeim í seilingarfjarlægð og sigla sigrinum heim. Álftanes náði minnka muninn mest niður í níu stig en komust ekki lengra. Leiknum lauk 88-100 og Stjarnan mun leika til undanúrslita í bikarkeppni KKÍ en þeir þekkja það mjög vel að komast í þessa leiki. Atvik leiksins: Augnablikin á milli þess þegar 6:54 voru eftir af þriðja leikhluta og þess þegar 5:22 voru eftir af leikhlutanum. Þá breyttist staðan úr 51-63 í 51-71 og útséð með það eiginlega hvernig leikar myndu enda. Stjarnan var of ákaft lið fyrir heimamenn á þessum tímapunkti. Stjörnur og skúrkar: Jase Fabrese og Ægir Þór Steinarsson voru með tvöfalda tvennu fyrir gestina og Hilmar Smári Henningsson skoraði 22 stig fyrir þá. Þetta voru helstu aflgjafara þessa sigurs hjá Stjörnunni. Jase setti niður 23 stig og sótti 12 fráköst en Ægir skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar. Allt saman stig og atvik sem skiptu máli. Justin James skoraði 22 stig fyrir Álftanes en skúrkarnir þar voru allir sem klikkuðu vítum en mig grunar að sjálfstraust heimamanna hafi rýrnað mikið í upphafi seinni hálfleiks. Dómararnir: Gerðu þetta ágætlega. Maður varð ekki mikið var við þá en það voru atvik sem heimamenn pirruðu sig mikið á en ekkert sem réði úrslitum. Stemmning og umgjörð: Frábær stemmning. Þétt setinn bekkurinn og bæði hólf af stuðningsmönnum létu vel í sér heyra. Umgjörðin einnig frábær hjá Álftnesingum. Viðtöl: Hörður Axel: Við gáfum allt í þetta Hörður Axel Vilhjálmsson var sammála blaðamanni að brekkan hafi verið of brött til að klífa í fjórða leikhluta. Álftanes gaf allt í það en það dugði þó skammt. „Of djúp hola sem við grófum okkur í. Þeir hittu svakalega vel, sérstaklega fyrstu þrjá leikhlutana. Við vorum bara of langt frá þeim og því fór sem fór.“ Er eitthvað í fljótu bragði sem Hörður sér að betur hefði mátt fara í leiknum og sérstaklega í þriðja leikhluta. „Við töluðum um breytingar í hálfleik en þær virkuðu ekki beint. Við vorum svo búnir að frákasta vel í fyrri hálfleik en þeir byrja á þriðja leikhluta á að ná í tvö sóknarfráköst og fá þrista í staðinn og það eru dýr sex stig í byrjun þriðja. Á móti svona liði sem er svona gott þá er það rosalega dýrt.“ Stjarnan er á toppi Bónus deildar karla og að margra mati besta lið landsins, er eitthvað sem Álftnesingar geta tekið með sér úr góðum fyrri hálfleik og kannski þessum leik? „Við tökum það út að við getum einbeitt okkur að deildinni sem er drullusvekkjandi. Við gáfum allt í þetta og höfum gefið allt í þetta en við þurfum að finna leiðir til að klára leikina.“ Hörður hefur farið með Keflavík og Álftanesi í fyrra í undanúrslit bikarsins. Finnur hann fyrir auka svekkelsi að hafa ekki náð á sama stað í ár? „Já auðvitað. Maður fer í alla leiki til að vinna og er auðvitað svekktur að ná því ekki. Allir í kringum klúbbinn og í liðinu eru keppnismenn og vilja vinna alla leiki sem við förum í þannig að auðvitað er það svekkjandi. Við vildum fara lengra.“