Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Jón Þór Stefánsson skrifar 21. janúar 2025 13:43 Skilaboð sem maðurinn sendi á Facebook voru á meðal sönnunargagna málsins. Getty Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira