Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar 22. janúar 2025 11:33 Íslenskt hagkerfi stendur á áhugaverðum krossgötum um þessar mundir. Árið 2024 var sögulegt þar sem útflutningur hugverkaiðnaðar fór yfir 300 milljarða og festi greinin sig þannig rækilega í sessi sem fjórða stoðin í útflutningsverðmætum landsins. En við erum bara rétt að byrja. Á dögunum hélt undirritaður erindi á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Þar voru eftirfarandi skilaboð sett fram. Lífsgæði Íslendinga eru samofin vexti útflutningsgreinanna Hugverkaiðnaður hefur ótakmarkaða vaxtarmöguleika Ný ríkisstjórn er í dauðafæri að halda áfram að gera gott starfsumhverfi enn betra og sjá verðmætasköpun af hugverkum vaxa umtalsvert á næstu árum. Verðmætasköpun í útflutningsdrifnu hagkerfi Sagan getur verið mikilvæg þegar staðan er metin og horft er fram á veginn. Ekki þarf að horfa langt til baka til að minna sig á að Ísland var eitt sinn eitt af fátækustu löndum Evrópu. Í raun var það bara fyrir einni kynslóð síðan. Staðan eftir seinni heimsstyrjöldina var akkúrat þannig. Íslendingum lánaðist að setja verðmætasköpun og útflutningsgreinar í forgang, og þannig ná, á aðeins einni kynslóð, að koma landinu í hóp ríkustu þjóða heimsins. Okkar litla hagkerfi er útflutningsdrifið. Það þýðir að lífskjör og velferð þjóðarinnar er háð þeim verðmætum sem við náum að skapa - og flytja út og selja. Við útflutning verðmæta skapast gjaldeyristekjur sem nýtast svo aftur til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu. Aukin verðmætasköpun með útflutningi leiðir svo aftur til meiri atvinnu og hærri launa sem þannig styrkir kaupmátt almennings og eykur getur ríkisins til að fjárfesta í innviðum og þjónustu. Fjölbreyttur útflutningur eykur stöðugleika og dregur þannig úr hagsveiflum. Eftir seinni heimsstyrjöldina tókst Íslendingum að þróa hér blómlegan sjávarútveg, byggja upp orkusækinn iðnað á heimsmælikvarða og skapa sérstöðu í ferðamálum. Sumsé - okkur hefur lánast að nýta náttúruauðlindir okkar til að skapa verðmæti, flytja þau út, og auka lífsgæði þjóðarinnar. Ef ég ber saman lífsgæðin sem foreldrar mínir ólust upp við og svo þau sem börnin mín njóta - þá er ekki líku saman að jafna. Grunnurinn að okkar lífsgæðum var lagður með verðmætasköpun og útflutningi. Hvorki er ég sagnfræðingur né hagfræðingur - en Seðlabanki Íslands hefur meðal annars skrifað um að útflutningur hefur verið drifkrafturinn í efnahagsbatanum sl. 15 ár. Hagkerfi á krossgötum Víkjum nú aftur að krossgötunum. Á síðustu 80 árum hefur þjóðin sannarlega spilað vel úr þeim spilum sem henni voru gefin í formi náttúruauðlinda. En krossgöturnar sem við stöndum á núna eru þær að til að lífsgæði haldi áfram að aukast er nauðsynlegt að byggja frekari verðmætasköpun á fleira en náttúruauðlindum. Þar kemur hugvitið inn. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað á síðustu árum bent á mikilvægi þess að auka verðmætasköpun úr öðru en auðlindadrifnum greinum. Þetta hefur svo sannarlega tekist! Frá árinu 2009 hafa stjórnvöld, þvert yfir pólitíska litrófið, stutt við nýsköpun og uppbyggingu hugverkaiðnaðar með margskonar hætti. Gáfuleg nýting skattkerfisins hefur hvatt fyrirtæki til að fjárfesta meira rannsóknum og þróun sem hefur svo aftur leitt til aukinnar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðasviðinu - sérstaklega í hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hafa margskonar aðgerðir verið settar fram sem styðja við stóraukinn útflutning íslensks hugvits. Þetta eru aðgerðir eins og skattalegir hvatar til fjárfestinga í rannsóknum og þróun, aðgerðir til að auka framboð fjármagn og fjárfestingar í nýsköpun, og ýmislegt annað undir skýrri stefnu stjórnvalda síðustu ára. Og hvað hefur gerst? Samtök iðnaðarins hafa sýnt fram á að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og nema nú ríflega 300 milljörðum króna. Fjárfesting íslenskra fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur aukist mikið í því hvetjandi umhverfi sem stjórnvöld hafa skapað. Þannig hafa orðið til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu - í margskonar iðnaði. Má þar nefna lyfjaiðnað, tölvuleiki, lækningatæki og aðra hátækni. Stórkostlegir einhyrningar hafa orðið til og var Kerecis selt fyrir meira en 1 milljarð dollara! Afrekin eru mörg og þjóðin nýtur góðs af. Við erum rétt að byrja Hin spennandi tilhugsun er hins vegar þessi. Eðli hugverkaiðnaðar er það að tækifærin þar eru án takmarkana. Náttúruauðlindir eru í eðli sínu takmarkaðar og þó Ísland sé fremst í heiminum í sjálfbærri nýtingu sinna auðlinda þá er nú kominn sá tími þar sem verðmætin í hugverkum munu setja ný viðmið. Með áframhaldandi samvinnu stjórnvalda, fyrirtækja, menntastofnana, fjárfesta, og stuðningsumhverfis sé ég fátt því til fyrirstöðu að verðmætasköpun af hugverkum nái 1000 milljörðum innan skamms. Við þurfum að þétta aðeins í götin í núverandi stuðningsumhverfi og festa það í sessi og þá ættum við að sjá 100 vaxtarfyrirtæki ná þeim skriðþunga að flytja út verðmæti fyrir 1000 milljarða. Við erum bara rétt að byrja. Höfundur er framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt hagkerfi stendur á áhugaverðum krossgötum um þessar mundir. Árið 2024 var sögulegt þar sem útflutningur hugverkaiðnaðar fór yfir 300 milljarða og festi greinin sig þannig rækilega í sessi sem fjórða stoðin í útflutningsverðmætum landsins. En við erum bara rétt að byrja. Á dögunum hélt undirritaður erindi á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Þar voru eftirfarandi skilaboð sett fram. Lífsgæði Íslendinga eru samofin vexti útflutningsgreinanna Hugverkaiðnaður hefur ótakmarkaða vaxtarmöguleika Ný ríkisstjórn er í dauðafæri að halda áfram að gera gott starfsumhverfi enn betra og sjá verðmætasköpun af hugverkum vaxa umtalsvert á næstu árum. Verðmætasköpun í útflutningsdrifnu hagkerfi Sagan getur verið mikilvæg þegar staðan er metin og horft er fram á veginn. Ekki þarf að horfa langt til baka til að minna sig á að Ísland var eitt sinn eitt af fátækustu löndum Evrópu. Í raun var það bara fyrir einni kynslóð síðan. Staðan eftir seinni heimsstyrjöldina var akkúrat þannig. Íslendingum lánaðist að setja verðmætasköpun og útflutningsgreinar í forgang, og þannig ná, á aðeins einni kynslóð, að koma landinu í hóp ríkustu þjóða heimsins. Okkar litla hagkerfi er útflutningsdrifið. Það þýðir að lífskjör og velferð þjóðarinnar er háð þeim verðmætum sem við náum að skapa - og flytja út og selja. Við útflutning verðmæta skapast gjaldeyristekjur sem nýtast svo aftur til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu. Aukin verðmætasköpun með útflutningi leiðir svo aftur til meiri atvinnu og hærri launa sem þannig styrkir kaupmátt almennings og eykur getur ríkisins til að fjárfesta í innviðum og þjónustu. Fjölbreyttur útflutningur eykur stöðugleika og dregur þannig úr hagsveiflum. Eftir seinni heimsstyrjöldina tókst Íslendingum að þróa hér blómlegan sjávarútveg, byggja upp orkusækinn iðnað á heimsmælikvarða og skapa sérstöðu í ferðamálum. Sumsé - okkur hefur lánast að nýta náttúruauðlindir okkar til að skapa verðmæti, flytja þau út, og auka lífsgæði þjóðarinnar. Ef ég ber saman lífsgæðin sem foreldrar mínir ólust upp við og svo þau sem börnin mín njóta - þá er ekki líku saman að jafna. Grunnurinn að okkar lífsgæðum var lagður með verðmætasköpun og útflutningi. Hvorki er ég sagnfræðingur né hagfræðingur - en Seðlabanki Íslands hefur meðal annars skrifað um að útflutningur hefur verið drifkrafturinn í efnahagsbatanum sl. 15 ár. Hagkerfi á krossgötum Víkjum nú aftur að krossgötunum. Á síðustu 80 árum hefur þjóðin sannarlega spilað vel úr þeim spilum sem henni voru gefin í formi náttúruauðlinda. En krossgöturnar sem við stöndum á núna eru þær að til að lífsgæði haldi áfram að aukast er nauðsynlegt að byggja frekari verðmætasköpun á fleira en náttúruauðlindum. Þar kemur hugvitið inn. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað á síðustu árum bent á mikilvægi þess að auka verðmætasköpun úr öðru en auðlindadrifnum greinum. Þetta hefur svo sannarlega tekist! Frá árinu 2009 hafa stjórnvöld, þvert yfir pólitíska litrófið, stutt við nýsköpun og uppbyggingu hugverkaiðnaðar með margskonar hætti. Gáfuleg nýting skattkerfisins hefur hvatt fyrirtæki til að fjárfesta meira rannsóknum og þróun sem hefur svo aftur leitt til aukinnar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðasviðinu - sérstaklega í hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hafa margskonar aðgerðir verið settar fram sem styðja við stóraukinn útflutning íslensks hugvits. Þetta eru aðgerðir eins og skattalegir hvatar til fjárfestinga í rannsóknum og þróun, aðgerðir til að auka framboð fjármagn og fjárfestingar í nýsköpun, og ýmislegt annað undir skýrri stefnu stjórnvalda síðustu ára. Og hvað hefur gerst? Samtök iðnaðarins hafa sýnt fram á að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og nema nú ríflega 300 milljörðum króna. Fjárfesting íslenskra fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur aukist mikið í því hvetjandi umhverfi sem stjórnvöld hafa skapað. Þannig hafa orðið til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu - í margskonar iðnaði. Má þar nefna lyfjaiðnað, tölvuleiki, lækningatæki og aðra hátækni. Stórkostlegir einhyrningar hafa orðið til og var Kerecis selt fyrir meira en 1 milljarð dollara! Afrekin eru mörg og þjóðin nýtur góðs af. Við erum rétt að byrja Hin spennandi tilhugsun er hins vegar þessi. Eðli hugverkaiðnaðar er það að tækifærin þar eru án takmarkana. Náttúruauðlindir eru í eðli sínu takmarkaðar og þó Ísland sé fremst í heiminum í sjálfbærri nýtingu sinna auðlinda þá er nú kominn sá tími þar sem verðmætin í hugverkum munu setja ný viðmið. Með áframhaldandi samvinnu stjórnvalda, fyrirtækja, menntastofnana, fjárfesta, og stuðningsumhverfis sé ég fátt því til fyrirstöðu að verðmætasköpun af hugverkum nái 1000 milljörðum innan skamms. Við þurfum að þétta aðeins í götin í núverandi stuðningsumhverfi og festa það í sessi og þá ættum við að sjá 100 vaxtarfyrirtæki ná þeim skriðþunga að flytja út verðmæti fyrir 1000 milljarða. Við erum bara rétt að byrja. Höfundur er framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar