Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. janúar 2025 08:36 Budde hefur almennt fengið mikið lof fyrir ræðu sína, jafnvel þótt hún hafi farið í pirrurnar á forsetanum og stuðningsmönnum hans. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup,“ segja séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir í aðsendri grein á Vísi í morgun. Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“ Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Tilefnið eru harkaleg viðbrögð Donald Trump við ræðu biskupsins Mariann Edgar Budde í guðsþjónustu á mánudag, sama dag og Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. „Þarna stóð hún þessi miðaldra kona svo hógvær í yfirbragði en talaði með þeim hætti að undrun, ráðaleysi og gremja skein af ásjónu Trump og hans glæsta föruneytis,“ segja Bjarni og Jóna. Mikið hefur verið fjallað um ræðuna og viðbrögð Trump í fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum en Budde notaði tækifærið til að biðla til forsetans um að sýna minnihlutahópum, hinsegin fólki og innflytjendum, mildi og miskunn. Eins og kunnugt er undirritaði Trump samdægurs fjölda forsetatilskipana sem fela í sér aðför að umræddum hópum og þá fordæmdi hann Budde á Truth Social og kallaði hana „öfga vinstri harðlínu Trump hatara“. Í grein sinni segja Bjarni og Jóna að í messunni á mánudag hafi yfirráðavaldið verið afhjúpað og máttleysi þess auglýst svo heimsbyggðin gæti séð og munað. „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup. Hún vitnaði til þess hvernig hann hefði sjálfur átt reynslu af guðlegri vernd og bað hann að unna öllu fólki miskunnar líkt og hann hafi miskunn hlotið. Án allra stóryrða ljáði hún hinum óttaslegnu í landinu rödd.“ Prestarnir segja ræðu Budde munu hafa mikil áhrif og vekja von. Fólk geti valið veg friðar og einingar ef það vill; „menning fyrirlitningarinnar“ sé misskilningur byggður á þröngu heimildavali. Fólk sé óttaslegið Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið og segir á Facebook að það sé hlutverk kristinnar kirkju að standa með þeim og vera rödd þeirra sem verða undir í samfélaginu. „Þetta hefur varla verið auðveldasta ræða sem hún hefur flutt, að standa frammi fyrir nýkjörnum forseta, ávarpa hann beint og biðja hann um að sýna miskunn,“ segir biskup um Budde. „Það sem hún gerði krafðist hugrekkis sem hún hefur án efa sótt til Guðs og góðra ráðgjafa.“ Biskup segir fyrsta dag Trump í embætti hafa sýnt að hann hyggist ekki sýna þá miskunnsemi sem Budde kallaði eftir. Margir séu enn óttaslegnari en áður. Hins vegar sé alveg sama hversu margar tilskipanir hann undirritar; fólk muni alltaf rísa upp og berjast gegn óréttlæti. Það sé mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar kemur að mannréttindum. „Ég er svo þakklát Mariann Edgar Budde fyrir að hafa haldið einmitt þessa prédikun í dag. Guð gefi að ræðan hennar sái fræjum þrátt fyrir allt.“
Bandaríkin Trúmál Donald Trump Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira