Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar 24. janúar 2025 12:30 Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu. Öflug uppbygging Innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur uppbyggingin verið öflug en um leið skapað krefjandi áskoranir. Við höfum tekist á við áskoranirnar og skapað aðstæður sem styðja við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins við framkvæmdaaðila er mikilvægt enda sameiginlegur ávinningur að íbúðauppbygging sé stöðug, innviðir til staðar og atvinnustarfsemi vaxi. Slíkt skilar öflugra samfélagi sem getur tekið á móti nýjum íbúum án þess að skerða þjónustu við þá sem fyrir eru. Fólk og fyrirtæki sýna uppbyggingu innan Sveitarfélagsins Árborgar mikinn áhuga. Gangi áætlanir eftir verða byggðar upp yfir 3000 fjölbreyttar íbúðir á næstu sex til tíu árum ásamt því að nægt framboð verður á lóðum undir atvinnustarfsemi. Því gildir að samgöngur séu einnig í lagi og mæti eftirspurn. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdir við „Selfossbrú“ yfir Ölfusá séu að hefjast. Hún verður gríðarleg samgöngubót sem styrkir svæðið mjög auk þess að veita atvinnu við byggingu hennar og vegagerð. Þessir þættir eru í takti við stefnu bæjarstjórnar og samþykkta húsnæðisáætlun Árborgar og ánægjulegt að sjá framvindu mála. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg. Tryggja lóðir til framtíðar Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er Sveitarfélagið Árborg meðal örfárra sveitarfélaga sem tryggt hafa nægt lóða- og íbúðaframboð miðað við þörf. Slíkt er mjög jákvætt og hvetur okkur til að tryggja jafnframt nægt framboð lóða undir atvinnustarfsemi og nú þegar eru tilbúnar lóðir og fleiri bætast við á vormánuðum. Í skipulagsmálum er mikilvægt að horfa til lengri tíma. Reyna að sjá fyrir þróun og mótun byggðar, innviða og samgangna og tengingu þeirra við núverandi byggð. Innan Sveitarfélagsins Árborgar er þróunin ör með uppbyggingu nýrra hverfa, miðbæjar og breytinga í eldri hverfum á Selfossi. Spennandi tækifæri eru við ströndina á Eyrarbakka og Stokkseyri með nánd við sterka þjónustukjarna og höfnina í Þorlákshöfn. Framtíð Suðurlands er björt og ljóst er að Árborg er og verður frábær búsetukostur sem og miðja verslunar, þjónustu og iðnaðar til framtíðar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu. Öflug uppbygging Innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur uppbyggingin verið öflug en um leið skapað krefjandi áskoranir. Við höfum tekist á við áskoranirnar og skapað aðstæður sem styðja við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins við framkvæmdaaðila er mikilvægt enda sameiginlegur ávinningur að íbúðauppbygging sé stöðug, innviðir til staðar og atvinnustarfsemi vaxi. Slíkt skilar öflugra samfélagi sem getur tekið á móti nýjum íbúum án þess að skerða þjónustu við þá sem fyrir eru. Fólk og fyrirtæki sýna uppbyggingu innan Sveitarfélagsins Árborgar mikinn áhuga. Gangi áætlanir eftir verða byggðar upp yfir 3000 fjölbreyttar íbúðir á næstu sex til tíu árum ásamt því að nægt framboð verður á lóðum undir atvinnustarfsemi. Því gildir að samgöngur séu einnig í lagi og mæti eftirspurn. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdir við „Selfossbrú“ yfir Ölfusá séu að hefjast. Hún verður gríðarleg samgöngubót sem styrkir svæðið mjög auk þess að veita atvinnu við byggingu hennar og vegagerð. Þessir þættir eru í takti við stefnu bæjarstjórnar og samþykkta húsnæðisáætlun Árborgar og ánægjulegt að sjá framvindu mála. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg. Tryggja lóðir til framtíðar Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er Sveitarfélagið Árborg meðal örfárra sveitarfélaga sem tryggt hafa nægt lóða- og íbúðaframboð miðað við þörf. Slíkt er mjög jákvætt og hvetur okkur til að tryggja jafnframt nægt framboð lóða undir atvinnustarfsemi og nú þegar eru tilbúnar lóðir og fleiri bætast við á vormánuðum. Í skipulagsmálum er mikilvægt að horfa til lengri tíma. Reyna að sjá fyrir þróun og mótun byggðar, innviða og samgangna og tengingu þeirra við núverandi byggð. Innan Sveitarfélagsins Árborgar er þróunin ör með uppbyggingu nýrra hverfa, miðbæjar og breytinga í eldri hverfum á Selfossi. Spennandi tækifæri eru við ströndina á Eyrarbakka og Stokkseyri með nánd við sterka þjónustukjarna og höfnina í Þorlákshöfn. Framtíð Suðurlands er björt og ljóst er að Árborg er og verður frábær búsetukostur sem og miðja verslunar, þjónustu og iðnaðar til framtíðar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun