Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar 24. janúar 2025 12:30 Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu. Öflug uppbygging Innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur uppbyggingin verið öflug en um leið skapað krefjandi áskoranir. Við höfum tekist á við áskoranirnar og skapað aðstæður sem styðja við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins við framkvæmdaaðila er mikilvægt enda sameiginlegur ávinningur að íbúðauppbygging sé stöðug, innviðir til staðar og atvinnustarfsemi vaxi. Slíkt skilar öflugra samfélagi sem getur tekið á móti nýjum íbúum án þess að skerða þjónustu við þá sem fyrir eru. Fólk og fyrirtæki sýna uppbyggingu innan Sveitarfélagsins Árborgar mikinn áhuga. Gangi áætlanir eftir verða byggðar upp yfir 3000 fjölbreyttar íbúðir á næstu sex til tíu árum ásamt því að nægt framboð verður á lóðum undir atvinnustarfsemi. Því gildir að samgöngur séu einnig í lagi og mæti eftirspurn. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdir við „Selfossbrú“ yfir Ölfusá séu að hefjast. Hún verður gríðarleg samgöngubót sem styrkir svæðið mjög auk þess að veita atvinnu við byggingu hennar og vegagerð. Þessir þættir eru í takti við stefnu bæjarstjórnar og samþykkta húsnæðisáætlun Árborgar og ánægjulegt að sjá framvindu mála. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg. Tryggja lóðir til framtíðar Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er Sveitarfélagið Árborg meðal örfárra sveitarfélaga sem tryggt hafa nægt lóða- og íbúðaframboð miðað við þörf. Slíkt er mjög jákvætt og hvetur okkur til að tryggja jafnframt nægt framboð lóða undir atvinnustarfsemi og nú þegar eru tilbúnar lóðir og fleiri bætast við á vormánuðum. Í skipulagsmálum er mikilvægt að horfa til lengri tíma. Reyna að sjá fyrir þróun og mótun byggðar, innviða og samgangna og tengingu þeirra við núverandi byggð. Innan Sveitarfélagsins Árborgar er þróunin ör með uppbyggingu nýrra hverfa, miðbæjar og breytinga í eldri hverfum á Selfossi. Spennandi tækifæri eru við ströndina á Eyrarbakka og Stokkseyri með nánd við sterka þjónustukjarna og höfnina í Þorlákshöfn. Framtíð Suðurlands er björt og ljóst er að Árborg er og verður frábær búsetukostur sem og miðja verslunar, þjónustu og iðnaðar til framtíðar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu. Öflug uppbygging Innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur uppbyggingin verið öflug en um leið skapað krefjandi áskoranir. Við höfum tekist á við áskoranirnar og skapað aðstæður sem styðja við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins við framkvæmdaaðila er mikilvægt enda sameiginlegur ávinningur að íbúðauppbygging sé stöðug, innviðir til staðar og atvinnustarfsemi vaxi. Slíkt skilar öflugra samfélagi sem getur tekið á móti nýjum íbúum án þess að skerða þjónustu við þá sem fyrir eru. Fólk og fyrirtæki sýna uppbyggingu innan Sveitarfélagsins Árborgar mikinn áhuga. Gangi áætlanir eftir verða byggðar upp yfir 3000 fjölbreyttar íbúðir á næstu sex til tíu árum ásamt því að nægt framboð verður á lóðum undir atvinnustarfsemi. Því gildir að samgöngur séu einnig í lagi og mæti eftirspurn. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdir við „Selfossbrú“ yfir Ölfusá séu að hefjast. Hún verður gríðarleg samgöngubót sem styrkir svæðið mjög auk þess að veita atvinnu við byggingu hennar og vegagerð. Þessir þættir eru í takti við stefnu bæjarstjórnar og samþykkta húsnæðisáætlun Árborgar og ánægjulegt að sjá framvindu mála. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg. Tryggja lóðir til framtíðar Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er Sveitarfélagið Árborg meðal örfárra sveitarfélaga sem tryggt hafa nægt lóða- og íbúðaframboð miðað við þörf. Slíkt er mjög jákvætt og hvetur okkur til að tryggja jafnframt nægt framboð lóða undir atvinnustarfsemi og nú þegar eru tilbúnar lóðir og fleiri bætast við á vormánuðum. Í skipulagsmálum er mikilvægt að horfa til lengri tíma. Reyna að sjá fyrir þróun og mótun byggðar, innviða og samgangna og tengingu þeirra við núverandi byggð. Innan Sveitarfélagsins Árborgar er þróunin ör með uppbyggingu nýrra hverfa, miðbæjar og breytinga í eldri hverfum á Selfossi. Spennandi tækifæri eru við ströndina á Eyrarbakka og Stokkseyri með nánd við sterka þjónustukjarna og höfnina í Þorlákshöfn. Framtíð Suðurlands er björt og ljóst er að Árborg er og verður frábær búsetukostur sem og miðja verslunar, þjónustu og iðnaðar til framtíðar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun