Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 25. janúar 2025 13:32 Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar