Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar 29. janúar 2025 15:02 Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun