Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 06:14 Ef marka má miðla vestanhafs verður að teljast ólíklegt að margir finnist á lífi. Getty/Andrew Harnik Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. Alls voru 64 um borð í vélinni, fjórir áhafnarmeðlimir og 60 farþegar. Þeirra á meðal voru skautafólk, þjálfarar og fjölskyldur þeirra. Þá virðast þrír hafa verið í þyrlunni. Fregnir hafa borist af því að nítján lík hafi fundist. Miklar aðgerðir standa yfir á vettvangi en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi. Um 300 manns koma að björgunarstörfunum en aðstæður eru erfiðar og vatnið í ánni ískalt. Um er að ræða Bombardier CRJ700 farþegavél í innanlandsflugi sem var að koma frá Witchita í Kansas. Hún lenti á Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvoir í Virginíu í aðfluginu að Reagan. Öllum brottförum og lendingum á flugvellinum hefur verið frestað. Leitað er úr lofti og úr bátum á ánni.AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið á Truth Social og segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið og virðist telja sökina liggja hjá flugturninum og þyrluflugmanninum. „EKKI GOTT!!!“ segir forsetinn. Slysið náðist á öryggismyndavélar, sem virðast sýna þyrluna fljúga beint á flugvélina. Fjöldi samsæriskenninga er þegar komin á flug á samfélagsmiðlum og spurt að því hvort um viljaverk var að ræða. Þá hefur harmleikurinn þegar verið gerður pólitískur og fast skotið á Trump fyrir að skera niður hjá samgönguyfirvöldum. Margir hafa einnig bent á að ef slysið hefði átt sér stað á meðan Biden var enn forseti, hefði Trump nýtt sér það til fulls og ráðist harkalega að forvera sínum. A passenger plane and helicopter have collided in the skies above Washington DC.A web camera shot from the Kennedy Center showed a flash of light mid-air across the Potomac River around 8.47pm local time.https://t.co/giM6v2ky4J pic.twitter.com/LNGGlWLSIF— Sky News (@SkyNews) January 30, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er við ána.AP/Alex Brandon Leitað stendur yfir og mörg köfunarteymi mætt á vettvang. Aðstæður eru hins vegar sagðar afar erfiðar.AP/Alex Brandon Fjölmiðlar voru beðnir um að draga úr lýsingu til að auðvelda leit á vatninu.epa/Shawn Thew Bandaríkin Samgönguslys Samgöngur Donald Trump Flugslys í Washington-borg Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Alls voru 64 um borð í vélinni, fjórir áhafnarmeðlimir og 60 farþegar. Þeirra á meðal voru skautafólk, þjálfarar og fjölskyldur þeirra. Þá virðast þrír hafa verið í þyrlunni. Fregnir hafa borist af því að nítján lík hafi fundist. Miklar aðgerðir standa yfir á vettvangi en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi. Um 300 manns koma að björgunarstörfunum en aðstæður eru erfiðar og vatnið í ánni ískalt. Um er að ræða Bombardier CRJ700 farþegavél í innanlandsflugi sem var að koma frá Witchita í Kansas. Hún lenti á Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvoir í Virginíu í aðfluginu að Reagan. Öllum brottförum og lendingum á flugvellinum hefur verið frestað. Leitað er úr lofti og úr bátum á ánni.AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið á Truth Social og segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið og virðist telja sökina liggja hjá flugturninum og þyrluflugmanninum. „EKKI GOTT!!!“ segir forsetinn. Slysið náðist á öryggismyndavélar, sem virðast sýna þyrluna fljúga beint á flugvélina. Fjöldi samsæriskenninga er þegar komin á flug á samfélagsmiðlum og spurt að því hvort um viljaverk var að ræða. Þá hefur harmleikurinn þegar verið gerður pólitískur og fast skotið á Trump fyrir að skera niður hjá samgönguyfirvöldum. Margir hafa einnig bent á að ef slysið hefði átt sér stað á meðan Biden var enn forseti, hefði Trump nýtt sér það til fulls og ráðist harkalega að forvera sínum. A passenger plane and helicopter have collided in the skies above Washington DC.A web camera shot from the Kennedy Center showed a flash of light mid-air across the Potomac River around 8.47pm local time.https://t.co/giM6v2ky4J pic.twitter.com/LNGGlWLSIF— Sky News (@SkyNews) January 30, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er við ána.AP/Alex Brandon Leitað stendur yfir og mörg köfunarteymi mætt á vettvang. Aðstæður eru hins vegar sagðar afar erfiðar.AP/Alex Brandon Fjölmiðlar voru beðnir um að draga úr lýsingu til að auðvelda leit á vatninu.epa/Shawn Thew
Bandaríkin Samgönguslys Samgöngur Donald Trump Flugslys í Washington-borg Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira