Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2025 08:12 Flosi gerir ráð fyrir harðri formannsbaráttu en hann er öllu vanur og hlakkar til þess að hitta sem flesta félagsmenn VR. vísir/arnar Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig. „Jájá, þetta var erfið ákvörðun. En nú eru náttúrlega ákveðin tímamót í félaginu og þá fannst mér gaman að bjóða mig fram. Sjá hvernig þetta þróast nú þegar formaður til margra ára er farinn til annarra starfa. VR er öflugt félag sem getur gert marga öfluga hluti,“ segir Flosi í samtali við Vísi. En eins og kunnugt er hvarf Ragnar Þór Ingólfsson af vettvangi sem formaður VR og er nú kominn á þing fyrir Flokk fólksins. Flosi segir þetta heilmikla ákvörðun, að bjóða sig fram til forystu hjá svo öflugu félagi. Hann hafi verið í félaginu frá 2006 en ekki verið mjög virkur. „En þekking mín á verkalýðsstarfi svo sem hjá Starfsgreinasambandinu og fleira ætti að nýtast félaginu afar vel.“ Ekki fulltrúi neinna fylkinga Flosi gerir ráð fyrir því að þetta verði erfið barátta. Nú þegar hafi nokkrir öflugir frambjóðendur stigið fram. „Ég held að það sé gott fyrir félaga að geta valið á milli. Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga, heldur er ég í framboði fyrir alla félagsmenn og ég held að sameinað félag geti náð miklu meiri árangri.“ Flosi nefnir að VR hafi verið að gera athyglisverða hluti í húsnæðismálum, svo sem með uppbygginu Bjargs og Blævar auk þess sem í landinu séu okurvaxtakjör sem taka þurfi á. „Svo eru það dagleg verkefni sem snúast um afkomu venjulegs fólks og ég vil sinna þeim verkefnum af kostgæfni.“ Að sögn Flosa verður þetta rúmlega mánaðar löng kosningabarátta og hann hlakkar til að hitta sem flesta almenna félaga og ræða við þá. „Ég hef eiginlega alltaf haft mikinn áhuga á hag vinnandi fólks. Að við sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með vinnuframlagi alla starfsævina, búum við öryggi, góð lífskjör og getum byggt börnunum okkar bjarta framtíð. Við getum með samstöðu og áræðni haft áhrif á samfélagið og hvernig gæðunum er skipt.“ Áfram VR! Til að allt þetta geti gengið eftir þarf VR öfluga forystu. „VR er geysilega sterkt félag sem sameinar fólk í fjölbreytum störfum og atvinnugreinum. Með afli sínu og samstöðu á félagið að vera leiðandi í að tryggja kjarabætur og réttindi með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi. VR á að hafa sterka rödd í samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar og veita stjórnvöldum þétt aðhald í efnahags- og velferðarmálum.“ Flosi segir að í félaginu þurfi að vera virkt samráð við félagsmenn og öflugt grasrótarstarf. Þannig er best tryggt að sjónarmið félagsmanna liggi til grundvallar í öllu starfi og áherslum félagsins og félagið vinni að sameiginlegu hagsmunum. „Við þurfum að huga að félagsfólki VR og hagsmunum þeirra. Við erum fast að 40 þúsund sem skipum félagið og forysta félagsins á að endurspegla þennan fjölbreytta hóp og þau baráttumál sem skipta okkur öll máli. Áfram VR!“ segir Flosi og er þegar kominn í kosningaham. Kjaramál Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Verslun Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tengdar fréttir Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29 Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
„Jájá, þetta var erfið ákvörðun. En nú eru náttúrlega ákveðin tímamót í félaginu og þá fannst mér gaman að bjóða mig fram. Sjá hvernig þetta þróast nú þegar formaður til margra ára er farinn til annarra starfa. VR er öflugt félag sem getur gert marga öfluga hluti,“ segir Flosi í samtali við Vísi. En eins og kunnugt er hvarf Ragnar Þór Ingólfsson af vettvangi sem formaður VR og er nú kominn á þing fyrir Flokk fólksins. Flosi segir þetta heilmikla ákvörðun, að bjóða sig fram til forystu hjá svo öflugu félagi. Hann hafi verið í félaginu frá 2006 en ekki verið mjög virkur. „En þekking mín á verkalýðsstarfi svo sem hjá Starfsgreinasambandinu og fleira ætti að nýtast félaginu afar vel.“ Ekki fulltrúi neinna fylkinga Flosi gerir ráð fyrir því að þetta verði erfið barátta. Nú þegar hafi nokkrir öflugir frambjóðendur stigið fram. „Ég held að það sé gott fyrir félaga að geta valið á milli. Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga, heldur er ég í framboði fyrir alla félagsmenn og ég held að sameinað félag geti náð miklu meiri árangri.“ Flosi nefnir að VR hafi verið að gera athyglisverða hluti í húsnæðismálum, svo sem með uppbygginu Bjargs og Blævar auk þess sem í landinu séu okurvaxtakjör sem taka þurfi á. „Svo eru það dagleg verkefni sem snúast um afkomu venjulegs fólks og ég vil sinna þeim verkefnum af kostgæfni.“ Að sögn Flosa verður þetta rúmlega mánaðar löng kosningabarátta og hann hlakkar til að hitta sem flesta almenna félaga og ræða við þá. „Ég hef eiginlega alltaf haft mikinn áhuga á hag vinnandi fólks. Að við sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með vinnuframlagi alla starfsævina, búum við öryggi, góð lífskjör og getum byggt börnunum okkar bjarta framtíð. Við getum með samstöðu og áræðni haft áhrif á samfélagið og hvernig gæðunum er skipt.“ Áfram VR! Til að allt þetta geti gengið eftir þarf VR öfluga forystu. „VR er geysilega sterkt félag sem sameinar fólk í fjölbreytum störfum og atvinnugreinum. Með afli sínu og samstöðu á félagið að vera leiðandi í að tryggja kjarabætur og réttindi með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi. VR á að hafa sterka rödd í samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar og veita stjórnvöldum þétt aðhald í efnahags- og velferðarmálum.“ Flosi segir að í félaginu þurfi að vera virkt samráð við félagsmenn og öflugt grasrótarstarf. Þannig er best tryggt að sjónarmið félagsmanna liggi til grundvallar í öllu starfi og áherslum félagsins og félagið vinni að sameiginlegu hagsmunum. „Við þurfum að huga að félagsfólki VR og hagsmunum þeirra. Við erum fast að 40 þúsund sem skipum félagið og forysta félagsins á að endurspegla þennan fjölbreytta hóp og þau baráttumál sem skipta okkur öll máli. Áfram VR!“ segir Flosi og er þegar kominn í kosningaham.
Kjaramál Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Verslun Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tengdar fréttir Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29 Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29
Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26