Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 08:02 Í ljósi þeirrar stöðu sem kennarastéttin er í ákvað ég að spyrja gervigreind eftirfarandi spurningar: Hvaða áhrif hefur það á samfélag sem fjárfestir ekki í kennurum? Gervigreindin var fljót til svars og sagði: Ef ekki er fjárfest í kennurum mun menntun veikjast, ójöfnuður aukast og gæði kennslu minnka. Nemendur fá ekki nægan undirbúning fyrir atvinnulífið, sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni, nýsköpun og félagslega þróun. Samfélag sem ekki fjárfestir í kennurum hindrar framþróun. Ég sit báðum megin við borðið. Annars vegar sem foreldri grunnskólabarna og hins vegar sem starfandi grunnskólakennari. Ég hóf kennaranám haustið 2008. Þá voru ný lög komin til framkvæmda um 5 ára háskólanám til kennsluréttinda. Ég lauk B.Ed.-gráðu árið 2013 og M.Ed.-gráðu þremur árum síðar. Frá því að ég útskrifaðist hafa ýmsar aðgerðir verið skrifaðar á blað með það að markmiði að auka nýliðun kennara, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Árið 2015 hófst vinna við menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Í henni kemur m.a. fram að lögð verði áhersla á að sporna gegn brotthvarfi kennaranema úr námi, stuðla að því að kennarar sjái framtíð í því að starfa í skólum landsins, unnið verði að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og mótaðar verði leiðir til að koma í veg fyrir kennaraskort. Menntastefnan er innleidd með þremur aðgerðaráætlunum og fyrsta tímabilinu lauk 2024. Haustið 2016 undirrituðu ríki og sveitarfélög samning og lofuðu jöfnun launa á milli markaða eftir að Alþingi hafði gert breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Haustið 2019 tók í gildi 5 ára átaksverkefni stjórnvalda. Fól það verkefni m.a. í sér hvatningarstyrki og launað starfsnám kennaranema. Við þetta má bæta að á Íslandi eru lög um grunnskóla. Mennta- og barnamálaráðherra fer með yfirstjórn málefna sem lögin taka til. Ráðuneytið hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lögin kveða á um. Grunnskóli er vinnustaður nemenda og þar eiga þeir rétt á kennslu við sitt hæfi, í hvetjandi námsumhverfi. Sveitarfélög bera ábyrgð á kostnaði við rekstur almennra grunnskóla og að tryggja að þjónusta grunnskóla sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna. Foreldrum ber skylda til að gæta hagsmuna barna sinna og fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við skóla. Starfsfólki skóla ber að stuðla að velferð og farsæld barna. Hverju eru öll þessi fallegu orð á pappír að skila kennurum? Árið 2023 var gerð viðhorfs- og þjónustukönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ lagði fyrir félagsfólk Kennarasambands Íslands (KÍ). Niðurstöðurnar voru m.a. þær að tæp 30% leik- og grunnskólakennara telja ólíklegt að þeir verði enn í starfi eftir 5 ár. KÍ hefur einnig sett fram tölulegar upplýsingar þar sem fram kemur að á árunum 2011-2021 hafði réttindalausum við kennslu í framhaldsskólum fjölgað um 37%. Á árunum 2018-2023 fjölgaði starfsfólki við kennslu án kennsluréttinda í grunnskólum Reykjavíkur úr 9% í 17%. Árið 2023 hafði 1 af hverjum 5 sem sinnti kennslu í grunnskólum ekki lokið kennaramenntun og aðeins 1 af hverjum 4 sem sinnti uppeldi og kennslu í leikskólum hafði lokið kennaramenntun. Árið 2025 vantar 4.000 kennara til starfa. En hvað þarf þá til? Gervigreindin gat svarað því. Til að bæta ástandið og laða fleiri einstaklinga til kennarastarfa þarf að hækka laun kennara til að þau séu samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með háskólamenntun, bæta starfsumhverfi, auka virðingu fyrir kennurum í samfélaginu sem sérfræðingum á sínu sviði, auka undirbúning, stuðning og fjárfesta í menntakerfinu. Ég hef starfað sem grunnskólakennari í 8 ár. Ég geri það sem í mínu valdi stendur til að tryggja farsæla skólagöngu þeirra barna sem ég kynnist í starfi. Þá á ég við að börn upplifi öryggi og á þau sé hlustað. Þau fái tækifæri til að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í námi. Því miður er raunin ekki sú að þetta sé upplifun allra barna. Sum börn glíma við fjölþættar áskoranir sem rammi skólakerfisins nær ekki nægjanlega utan um. Þá reynir enn frekar á mig sem sérfræðing þar sem mikill skortur er á sérfræðingum í þjónustu við börn. Biðlistar, eftir þjónustu og úrræðum, lengjast og á meðan stækkar vandinn. Þetta veldur stigvaxandi álagi í skólum og það bitnar á börnunum og kennurum þeirra. Rammi kennarastarfsins tekur ekki endalaust við. En ég hef líka farið í veikindaleyfi og endurhæfingu vegna álags í starfi. Ég elska samt starfið og berst fyrir því að fá að vera í því sem lengst. Ástríðan, ein og sér, er samt ekki nóg. Ég er ekki „bara“ kennari ég er líka einstæð móðir tveggja grunnskólabarna. Ég ber ábyrgð á að tryggja þeim öruggt heimili og gæta hagsmuna þeirra í gegnum skólagönguna í samvinnu við skóla. Á virkum dögum mæta börnin mín í skólann þar sem kennarar halda uppi metnaðarfullu starfi með velferð barna minna og skólafélaga þeirra að leiðarljósi. Fyrir mig sem foreldri skiptir það mig máli að börnum mínum sé tryggt faglegt og öruggt námsumhverfi á skólatíma á meðan ég sinni mínu starfi. Ég tala nú ekki um þegar börnin takast á við krefjandi áskoranir í námi, að þau geti leitað til kennara sinna, sérfræðingana á sínu sviði. Það skiptir mig ekki síður máli að kennarar þeirra fái launaumslag í sambærilegri þykkt og aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun . Á meðan ríki og sveitarfélög girða sig ekki strax í brók og taka ábyrgð er nokkuð ljóst í hvað stefnir. Ef við sem samfélag tökum ekki höndum saman og krefjumst þess að fjárfest verði í kennurum bitna afleiðingarnar fyrst og síðast á vellíðan og velgengni framtíðarþegna íslensks samfélags. Það er dýrkeypt skiptimynt! Höfundur er kennari í Engjaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirrar stöðu sem kennarastéttin er í ákvað ég að spyrja gervigreind eftirfarandi spurningar: Hvaða áhrif hefur það á samfélag sem fjárfestir ekki í kennurum? Gervigreindin var fljót til svars og sagði: Ef ekki er fjárfest í kennurum mun menntun veikjast, ójöfnuður aukast og gæði kennslu minnka. Nemendur fá ekki nægan undirbúning fyrir atvinnulífið, sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni, nýsköpun og félagslega þróun. Samfélag sem ekki fjárfestir í kennurum hindrar framþróun. Ég sit báðum megin við borðið. Annars vegar sem foreldri grunnskólabarna og hins vegar sem starfandi grunnskólakennari. Ég hóf kennaranám haustið 2008. Þá voru ný lög komin til framkvæmda um 5 ára háskólanám til kennsluréttinda. Ég lauk B.Ed.-gráðu árið 2013 og M.Ed.-gráðu þremur árum síðar. Frá því að ég útskrifaðist hafa ýmsar aðgerðir verið skrifaðar á blað með það að markmiði að auka nýliðun kennara, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Árið 2015 hófst vinna við menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Í henni kemur m.a. fram að lögð verði áhersla á að sporna gegn brotthvarfi kennaranema úr námi, stuðla að því að kennarar sjái framtíð í því að starfa í skólum landsins, unnið verði að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og mótaðar verði leiðir til að koma í veg fyrir kennaraskort. Menntastefnan er innleidd með þremur aðgerðaráætlunum og fyrsta tímabilinu lauk 2024. Haustið 2016 undirrituðu ríki og sveitarfélög samning og lofuðu jöfnun launa á milli markaða eftir að Alþingi hafði gert breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Haustið 2019 tók í gildi 5 ára átaksverkefni stjórnvalda. Fól það verkefni m.a. í sér hvatningarstyrki og launað starfsnám kennaranema. Við þetta má bæta að á Íslandi eru lög um grunnskóla. Mennta- og barnamálaráðherra fer með yfirstjórn málefna sem lögin taka til. Ráðuneytið hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lögin kveða á um. Grunnskóli er vinnustaður nemenda og þar eiga þeir rétt á kennslu við sitt hæfi, í hvetjandi námsumhverfi. Sveitarfélög bera ábyrgð á kostnaði við rekstur almennra grunnskóla og að tryggja að þjónusta grunnskóla sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna. Foreldrum ber skylda til að gæta hagsmuna barna sinna og fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við skóla. Starfsfólki skóla ber að stuðla að velferð og farsæld barna. Hverju eru öll þessi fallegu orð á pappír að skila kennurum? Árið 2023 var gerð viðhorfs- og þjónustukönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ lagði fyrir félagsfólk Kennarasambands Íslands (KÍ). Niðurstöðurnar voru m.a. þær að tæp 30% leik- og grunnskólakennara telja ólíklegt að þeir verði enn í starfi eftir 5 ár. KÍ hefur einnig sett fram tölulegar upplýsingar þar sem fram kemur að á árunum 2011-2021 hafði réttindalausum við kennslu í framhaldsskólum fjölgað um 37%. Á árunum 2018-2023 fjölgaði starfsfólki við kennslu án kennsluréttinda í grunnskólum Reykjavíkur úr 9% í 17%. Árið 2023 hafði 1 af hverjum 5 sem sinnti kennslu í grunnskólum ekki lokið kennaramenntun og aðeins 1 af hverjum 4 sem sinnti uppeldi og kennslu í leikskólum hafði lokið kennaramenntun. Árið 2025 vantar 4.000 kennara til starfa. En hvað þarf þá til? Gervigreindin gat svarað því. Til að bæta ástandið og laða fleiri einstaklinga til kennarastarfa þarf að hækka laun kennara til að þau séu samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með háskólamenntun, bæta starfsumhverfi, auka virðingu fyrir kennurum í samfélaginu sem sérfræðingum á sínu sviði, auka undirbúning, stuðning og fjárfesta í menntakerfinu. Ég hef starfað sem grunnskólakennari í 8 ár. Ég geri það sem í mínu valdi stendur til að tryggja farsæla skólagöngu þeirra barna sem ég kynnist í starfi. Þá á ég við að börn upplifi öryggi og á þau sé hlustað. Þau fái tækifæri til að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í námi. Því miður er raunin ekki sú að þetta sé upplifun allra barna. Sum börn glíma við fjölþættar áskoranir sem rammi skólakerfisins nær ekki nægjanlega utan um. Þá reynir enn frekar á mig sem sérfræðing þar sem mikill skortur er á sérfræðingum í þjónustu við börn. Biðlistar, eftir þjónustu og úrræðum, lengjast og á meðan stækkar vandinn. Þetta veldur stigvaxandi álagi í skólum og það bitnar á börnunum og kennurum þeirra. Rammi kennarastarfsins tekur ekki endalaust við. En ég hef líka farið í veikindaleyfi og endurhæfingu vegna álags í starfi. Ég elska samt starfið og berst fyrir því að fá að vera í því sem lengst. Ástríðan, ein og sér, er samt ekki nóg. Ég er ekki „bara“ kennari ég er líka einstæð móðir tveggja grunnskólabarna. Ég ber ábyrgð á að tryggja þeim öruggt heimili og gæta hagsmuna þeirra í gegnum skólagönguna í samvinnu við skóla. Á virkum dögum mæta börnin mín í skólann þar sem kennarar halda uppi metnaðarfullu starfi með velferð barna minna og skólafélaga þeirra að leiðarljósi. Fyrir mig sem foreldri skiptir það mig máli að börnum mínum sé tryggt faglegt og öruggt námsumhverfi á skólatíma á meðan ég sinni mínu starfi. Ég tala nú ekki um þegar börnin takast á við krefjandi áskoranir í námi, að þau geti leitað til kennara sinna, sérfræðingana á sínu sviði. Það skiptir mig ekki síður máli að kennarar þeirra fái launaumslag í sambærilegri þykkt og aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun . Á meðan ríki og sveitarfélög girða sig ekki strax í brók og taka ábyrgð er nokkuð ljóst í hvað stefnir. Ef við sem samfélag tökum ekki höndum saman og krefjumst þess að fjárfest verði í kennurum bitna afleiðingarnar fyrst og síðast á vellíðan og velgengni framtíðarþegna íslensks samfélags. Það er dýrkeypt skiptimynt! Höfundur er kennari í Engjaskóla.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun