Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2025 08:36 Altman og Musk greinir á um það hvert OpenAI ber að stefna. Getty Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. Musk er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forstjórann Sam Altman og stjórn OpenAI fyrir að hverfa frá þeirri hugsjón að OpenAI eigi að vera óhagnaðardrifið átak. Musk, sem lagði til fjármuni við stofnun OpenAI, höfðaði mál á hendur félaginu vegna ákvörðunarinnar. Altman brást við fregnunum í gær á X og sagði nei takk en bauðst til að kaupa X/Twitter af Musk fyrir 9,74 milljarða dala. no thank you but we will buy twitter for $9.74 billion if you want— Sam Altman (@sama) February 10, 2025 Musk svaraði um hæl: „Svindlari“. Meðal fjárfestanna í hóp Musk eru Joe Lonsdale, einn stofnenda Palantír, og Ari Emanuel, framkvæmdastjóri Endeavor. Musk sagði í yfirlýsingu að hans eigið gervigreindarfyrirtæki, xAI, starfaði nú eftir þeim gildum sem OpenAI var byggt á. Hins vegar væri einnig tími til kominn að OpenAI fetaði aftur sömu braut og yrði öruggt afl til góðs á ný. Altman og stjórn OpenAI hafa unnið að því að endurskipuleggja fyrirtækið og auka fjárfestingu í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hið óhagnaðardrifna módel ekki duga til í hörðu samkeppnisumhverfi. Bæði Musk og Altman hafa komið sér í mjúkinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta; Musk sem hægri hönd forsetans í niðurskurðaraðgerðum og Altman sem einn af forsvarsmönnum Stargate, áætlum um 500 milljarða dala fjárfestingu í gervigreind. Bandaríkin Gervigreind Elon Musk Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Musk er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forstjórann Sam Altman og stjórn OpenAI fyrir að hverfa frá þeirri hugsjón að OpenAI eigi að vera óhagnaðardrifið átak. Musk, sem lagði til fjármuni við stofnun OpenAI, höfðaði mál á hendur félaginu vegna ákvörðunarinnar. Altman brást við fregnunum í gær á X og sagði nei takk en bauðst til að kaupa X/Twitter af Musk fyrir 9,74 milljarða dala. no thank you but we will buy twitter for $9.74 billion if you want— Sam Altman (@sama) February 10, 2025 Musk svaraði um hæl: „Svindlari“. Meðal fjárfestanna í hóp Musk eru Joe Lonsdale, einn stofnenda Palantír, og Ari Emanuel, framkvæmdastjóri Endeavor. Musk sagði í yfirlýsingu að hans eigið gervigreindarfyrirtæki, xAI, starfaði nú eftir þeim gildum sem OpenAI var byggt á. Hins vegar væri einnig tími til kominn að OpenAI fetaði aftur sömu braut og yrði öruggt afl til góðs á ný. Altman og stjórn OpenAI hafa unnið að því að endurskipuleggja fyrirtækið og auka fjárfestingu í því. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hið óhagnaðardrifna módel ekki duga til í hörðu samkeppnisumhverfi. Bæði Musk og Altman hafa komið sér í mjúkinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta; Musk sem hægri hönd forsetans í niðurskurðaraðgerðum og Altman sem einn af forsvarsmönnum Stargate, áætlum um 500 milljarða dala fjárfestingu í gervigreind.
Bandaríkin Gervigreind Elon Musk Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira