Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið Sigþór Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 08:32 Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga. Hann telur að þessu sinni að ástandið megi rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð. Ráðherra vegamála var svo kallaður til og krafin svara um hversvegna það sé ekki í landslögum að vegir eigi að vera góðir og vel við haldið. Honum til vorkunnar er hann að taka við skelfilegu búi og er til þess að gera nýr í þessum málaflokki en slapp samt furðuvel frá umræðunni. Eftirfarandi staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð: Vegir eru hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) Efni til vegagerðar er fyrsta flokks og þaulrannsakað og tryggt að uppfylli allar kröfur Margt af því er innflutt því ekki eru nægjanlegt gæði til staðar hér á landi, til dæmis slitlagsefni á umferðarþyngstu vegi Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóða út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum sem skal uppfylla við gerð vegar Veghaldarar ráða eftirlitsaðila með verkefnum. Eftirlitsaðilar eru óháðir verktaka og vinna fyrir veghaldarann að því verkefni að tryggja hámarksgæði og að allar kröfur séu uppfylltar Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar eru með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok Ári eftir verklok og svo aftur tveimur árum síðar er allt verkefnið grandskoðað og gerðar úrbætur ef þörf er á Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sumstaðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga! Það hefur vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja. Það er pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng. En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið. Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með. Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir. Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það? Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga. Hann telur að þessu sinni að ástandið megi rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð. Ráðherra vegamála var svo kallaður til og krafin svara um hversvegna það sé ekki í landslögum að vegir eigi að vera góðir og vel við haldið. Honum til vorkunnar er hann að taka við skelfilegu búi og er til þess að gera nýr í þessum málaflokki en slapp samt furðuvel frá umræðunni. Eftirfarandi staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð: Vegir eru hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) Efni til vegagerðar er fyrsta flokks og þaulrannsakað og tryggt að uppfylli allar kröfur Margt af því er innflutt því ekki eru nægjanlegt gæði til staðar hér á landi, til dæmis slitlagsefni á umferðarþyngstu vegi Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóða út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum sem skal uppfylla við gerð vegar Veghaldarar ráða eftirlitsaðila með verkefnum. Eftirlitsaðilar eru óháðir verktaka og vinna fyrir veghaldarann að því verkefni að tryggja hámarksgæði og að allar kröfur séu uppfylltar Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar eru með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok Ári eftir verklok og svo aftur tveimur árum síðar er allt verkefnið grandskoðað og gerðar úrbætur ef þörf er á Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sumstaðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga! Það hefur vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja. Það er pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng. En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið. Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með. Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir. Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það? Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun