Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Samræmdu prófin þróuðust og náðu til allra á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þau greiddu leið unglinga af lágum stigum til þess að ganga menntaveginn. Sérlega vel gögnuðust samræmdu prófin stúlkum sem voru góðar í raungreinum en með lága þjóðfélagsstöðu. Þeirra vegna gátu þær brotið tvo múra karlaveldisins, þann sem gerði ráð fyrir að stúlkur gætu og ættu ekki að læra og þann sem gerði ráð fyrir að þær ættu að halda sig við hið talaða orð. Líklega voru samræmd próf ein mikilvægasta forsenda menntasóknar kvenna á seinni hluta tuttugustu aldar. Nú er meirihluti nýrra lækna konur. Það sama á við um flestar aðrar háskólagreinar. Það breytti ekki kerfinu að einhverjar yfirstéttarstelpur færu í MR. Samræmdu prófin voru kerfi sem breytti þjóðfélaginu. Krafa stjórnmálaflokka jafnaðarmanna hefur lengi verið að skólakerfið skuli vera slíkt jöfnunartæki, það skuli veita öllum sanngjörn tækifæri og vera fyrir alla. Þetta var inntak fyrstu yfirlýsingar flokks þýskra sósíaldemókrata um menntamál fyrir um 150 árum síðan. Frjálslyndir flokkar og framsæknir fylgdu sömu stefnu. Saman komu þessir flokkar á skólakerfi jafnra tækifæra. Nú hefur samræmdum prófum verið kastað fyrir róða og nýr menntamálaráðherra lýsir yfir að viðkomandi sjái ekki tilgang með þeim. Þar með er ekkert til að miða við eigi að vera samfella í námi frá grunnskóla á framhaldsskólastig. Millistéttarklókindin munu væntanlega sjá til þess að þjóðfélagsstaðan verður höfð til marks við innritun. Vonandi verður það rætt í ríkisstjórninni að þó samræmdu prófin hafi ekki getað afnumið stéttaskiptinguna þá stuðli þau að jöfnuði. Þau eru mikilvæg í baráttunni gegn því afturhaldi úr grárri forneskju sem nú sækir fram á Vesturlöndum í krafti róttækra hugmynda um að rétt og rangt fari eftir geðþótta hvers og eins. Þá eru samræmd próf auðvitað ekki til neins. Höfundur er kennari við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Samræmdu prófin þróuðust og náðu til allra á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þau greiddu leið unglinga af lágum stigum til þess að ganga menntaveginn. Sérlega vel gögnuðust samræmdu prófin stúlkum sem voru góðar í raungreinum en með lága þjóðfélagsstöðu. Þeirra vegna gátu þær brotið tvo múra karlaveldisins, þann sem gerði ráð fyrir að stúlkur gætu og ættu ekki að læra og þann sem gerði ráð fyrir að þær ættu að halda sig við hið talaða orð. Líklega voru samræmd próf ein mikilvægasta forsenda menntasóknar kvenna á seinni hluta tuttugustu aldar. Nú er meirihluti nýrra lækna konur. Það sama á við um flestar aðrar háskólagreinar. Það breytti ekki kerfinu að einhverjar yfirstéttarstelpur færu í MR. Samræmdu prófin voru kerfi sem breytti þjóðfélaginu. Krafa stjórnmálaflokka jafnaðarmanna hefur lengi verið að skólakerfið skuli vera slíkt jöfnunartæki, það skuli veita öllum sanngjörn tækifæri og vera fyrir alla. Þetta var inntak fyrstu yfirlýsingar flokks þýskra sósíaldemókrata um menntamál fyrir um 150 árum síðan. Frjálslyndir flokkar og framsæknir fylgdu sömu stefnu. Saman komu þessir flokkar á skólakerfi jafnra tækifæra. Nú hefur samræmdum prófum verið kastað fyrir róða og nýr menntamálaráðherra lýsir yfir að viðkomandi sjái ekki tilgang með þeim. Þar með er ekkert til að miða við eigi að vera samfella í námi frá grunnskóla á framhaldsskólastig. Millistéttarklókindin munu væntanlega sjá til þess að þjóðfélagsstaðan verður höfð til marks við innritun. Vonandi verður það rætt í ríkisstjórninni að þó samræmdu prófin hafi ekki getað afnumið stéttaskiptinguna þá stuðli þau að jöfnuði. Þau eru mikilvæg í baráttunni gegn því afturhaldi úr grárri forneskju sem nú sækir fram á Vesturlöndum í krafti róttækra hugmynda um að rétt og rangt fari eftir geðþótta hvers og eins. Þá eru samræmd próf auðvitað ekki til neins. Höfundur er kennari við Háskólann á Akureyri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun