Evrópa þurfi að vígbúast Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 20:54 Mette Frederiksen segir vopnahlé mögulega tálsýn. AP/Aurelien Morissard Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún. Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún.
Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira