Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar 27. febrúar 2025 07:03 Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa. Skipulagsstofnun hefur nú skilað af sér umhverfismati sem Hafnfirðingar hafa beðið lengi eftir. Markmið þess var að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og svara helstu spurningum sem tengjast henni. Fulltrúar Carbfix telja skýrsluna mikilvægan áfanga og verkefnið framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Ég dreg ekki í efa hæfni vísindamanna, en efast um að hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur fari saman við hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa þess. Frá upphafi hafa efasemdir ríkt um verkefnið. Upphaflegar áætlanir hafa tekið breytingum, sem hefur grafið undan trúverðugleika þess. Íbúar hafa verið uggandi og neitað að trúa því að af þessu gæti orðið. Umhverfismatsskýrslan hefur ekki dregið úr þeirri óvissu, heldur vakið enn fleiri spurningar. Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni, sem undirstrikar hversu margt er óljóst varðandi framkvæmdina. Vegna þessarar óvissu og skorts á upplýsingum um ýmsa lykilþætti er ljóst að hér er um tilraunaverkefni að ræða – sem á ekki heima í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Óvissan snýr m.a. að umhverfisáhrifum, langtímaáhrifum á grunnvatn og jarðlög, öryggi við niðurdælingu CO₂ og rekstur mannvirkja. Þótt framkvæmdaraðilar lofi vöktun, meðal annars með jarðskjálftamælingum og neyðaráætlunum, er lítið fjallað um áhrif á íbúa og samfélagið í heild. Enn er óljóst hvernig eftirliti verður háttað og hvernig brugðist verður við óvæntum frávikum, frávikum sem gætu haft óafturkræfar afleiðingar. Hafnfirðingar eru því skildir eftir í óvissu á eigin kostnað, á meðan Carbfix fær að njóta vafans. Vísindamenn fullyrða að verkefnið muni að öllum líkindum takast vel, en ef horft er til viðskiptamódelsins, er óljóst hversu langlíft það verður. Nýjar tæknilausnir geta fljótlega gert mengandi fyrirtækjum kleift að farga CO₂ á eigin vegum, sem gæti gert verkefnið úrelt. Þetta er atriði sem fjárfestar og sveitarfélagið verða að huga að. Það býr fólk á Völlunum Skipulagsstofnun leggur áherslu á vöktun á ýmsum þáttum, m.a. lífríki, en það vekur athygli að engin vöktun er fyrirhuguð á samfélaginu sjálfu og áhrifum á íbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að ráðast í slíka framkvæmd án þess að taka fullt tillit til þeirra sem búa á svæðinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að vísa framkvæmdinni í íbúakosningu ef bæjarstjórn getur sjálf ekki tekið ákvörðun í málinu. Ég óska engri byggð slíks klofnings meðal íbúa. Ef til kosninga kæmi gæti það leitt til þess að tiltekið hverfi bæjarins yrði skilið eitt eftir með mengun frá Evrópu – eins og sumir hafa orðað það. Ég efast ekki um að tæknin sem Carbfix þróar gæti virkað, en ég tel að þessi tilraun eigi ekki heima í grennd við íbúabyggð. Það er ekki aðeins spurning um óvissu og náttúruvernd, heldur einnig um siðferðileg álitamál og skýra andstöðu íbúa. Svara þarf siðferðislegum spurningum eins og hvort geyma megi co2 sem ekki hefur orðið til á staðnum og kölluð er mengun af sumum, undir lóðum annarra, íbúa eða fyrirtækja. Mín afstaða er skýr, ég þarf ekki fleiri skýrslur, Hafnarfjörður er einfaldlega ekki til sölu fyrir verkefni sem þetta. Ég vona því innilega að okkur beri gæfa til að kveðja þessa hugmynd sem fyrst, þakka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sýndan áhuga og vona að orka þeirra fari í að skoða aðrar staðsetningar. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal Skipulag Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa. Skipulagsstofnun hefur nú skilað af sér umhverfismati sem Hafnfirðingar hafa beðið lengi eftir. Markmið þess var að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og svara helstu spurningum sem tengjast henni. Fulltrúar Carbfix telja skýrsluna mikilvægan áfanga og verkefnið framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Ég dreg ekki í efa hæfni vísindamanna, en efast um að hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur fari saman við hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa þess. Frá upphafi hafa efasemdir ríkt um verkefnið. Upphaflegar áætlanir hafa tekið breytingum, sem hefur grafið undan trúverðugleika þess. Íbúar hafa verið uggandi og neitað að trúa því að af þessu gæti orðið. Umhverfismatsskýrslan hefur ekki dregið úr þeirri óvissu, heldur vakið enn fleiri spurningar. Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni, sem undirstrikar hversu margt er óljóst varðandi framkvæmdina. Vegna þessarar óvissu og skorts á upplýsingum um ýmsa lykilþætti er ljóst að hér er um tilraunaverkefni að ræða – sem á ekki heima í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Óvissan snýr m.a. að umhverfisáhrifum, langtímaáhrifum á grunnvatn og jarðlög, öryggi við niðurdælingu CO₂ og rekstur mannvirkja. Þótt framkvæmdaraðilar lofi vöktun, meðal annars með jarðskjálftamælingum og neyðaráætlunum, er lítið fjallað um áhrif á íbúa og samfélagið í heild. Enn er óljóst hvernig eftirliti verður háttað og hvernig brugðist verður við óvæntum frávikum, frávikum sem gætu haft óafturkræfar afleiðingar. Hafnfirðingar eru því skildir eftir í óvissu á eigin kostnað, á meðan Carbfix fær að njóta vafans. Vísindamenn fullyrða að verkefnið muni að öllum líkindum takast vel, en ef horft er til viðskiptamódelsins, er óljóst hversu langlíft það verður. Nýjar tæknilausnir geta fljótlega gert mengandi fyrirtækjum kleift að farga CO₂ á eigin vegum, sem gæti gert verkefnið úrelt. Þetta er atriði sem fjárfestar og sveitarfélagið verða að huga að. Það býr fólk á Völlunum Skipulagsstofnun leggur áherslu á vöktun á ýmsum þáttum, m.a. lífríki, en það vekur athygli að engin vöktun er fyrirhuguð á samfélaginu sjálfu og áhrifum á íbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að ráðast í slíka framkvæmd án þess að taka fullt tillit til þeirra sem búa á svæðinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að vísa framkvæmdinni í íbúakosningu ef bæjarstjórn getur sjálf ekki tekið ákvörðun í málinu. Ég óska engri byggð slíks klofnings meðal íbúa. Ef til kosninga kæmi gæti það leitt til þess að tiltekið hverfi bæjarins yrði skilið eitt eftir með mengun frá Evrópu – eins og sumir hafa orðað það. Ég efast ekki um að tæknin sem Carbfix þróar gæti virkað, en ég tel að þessi tilraun eigi ekki heima í grennd við íbúabyggð. Það er ekki aðeins spurning um óvissu og náttúruvernd, heldur einnig um siðferðileg álitamál og skýra andstöðu íbúa. Svara þarf siðferðislegum spurningum eins og hvort geyma megi co2 sem ekki hefur orðið til á staðnum og kölluð er mengun af sumum, undir lóðum annarra, íbúa eða fyrirtækja. Mín afstaða er skýr, ég þarf ekki fleiri skýrslur, Hafnarfjörður er einfaldlega ekki til sölu fyrir verkefni sem þetta. Ég vona því innilega að okkur beri gæfa til að kveðja þessa hugmynd sem fyrst, þakka Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sýndan áhuga og vona að orka þeirra fari í að skoða aðrar staðsetningar. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun