Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Árni Sæberg skrifar 3. mars 2025 10:27 Mennirnir fóru í sjóinn við höfnina á Akranesi. Vísir/Arnar Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Þetta segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Jens Heiðar segir að aldan hafi hrifið með sér tvo bíla sem voru á höfninni. Ökumaður annars þeirra hafi fylgt með út í sjó ásamt einum gangandi vegfaranda á höfninni. Slökkvilið hafi verið kallað út upp úr klukkan átta ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. Fluttur til Reykjavíkur til öryggis Mennirnir tveir hafi ekki verið lengi ofan í sjónum og hafi komið sér af sjálfsdáðum upp úr sjónum með hjálp viðstaddra á höfninni. Þeir hafi verið kaldir og lemstraðir og báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til athugunar. Annar hafi í kjölfarið verið fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús til öryggis. Jens Heiðar kveðst ekki búa yfir nánari upplýsingum um líðan mannanna tveggja, skoðun verði að leiða hana í ljós. Engin mengun enn sem komið er Þá segir hann að bílarnir séu enn ofan í sjónum og verið sé að vinna í því að ná þeim upp ásamt köfurum. Enn sé þó beðið eftir því að veðrið gangi niður, enda sé mikill sjógangur. Ekki sjáist nein merki um olíumengun enn sem komið er en ekki sé ólíklegt að mengunar muni gæta. Loks segir hann að slökkviliðið hafi verið að störfum meira og minna alla helgina vegna veðurs. Helstu verkefni hafi verið verðmætabjörgun, til að mynda með því að dæla upp úr kjöllurum. Talsverður ágangur sjós hafi verið á Skaganum. Akranes Veður Slökkvilið Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Þetta segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Jens Heiðar segir að aldan hafi hrifið með sér tvo bíla sem voru á höfninni. Ökumaður annars þeirra hafi fylgt með út í sjó ásamt einum gangandi vegfaranda á höfninni. Slökkvilið hafi verið kallað út upp úr klukkan átta ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. Fluttur til Reykjavíkur til öryggis Mennirnir tveir hafi ekki verið lengi ofan í sjónum og hafi komið sér af sjálfsdáðum upp úr sjónum með hjálp viðstaddra á höfninni. Þeir hafi verið kaldir og lemstraðir og báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til athugunar. Annar hafi í kjölfarið verið fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús til öryggis. Jens Heiðar kveðst ekki búa yfir nánari upplýsingum um líðan mannanna tveggja, skoðun verði að leiða hana í ljós. Engin mengun enn sem komið er Þá segir hann að bílarnir séu enn ofan í sjónum og verið sé að vinna í því að ná þeim upp ásamt köfurum. Enn sé þó beðið eftir því að veðrið gangi niður, enda sé mikill sjógangur. Ekki sjáist nein merki um olíumengun enn sem komið er en ekki sé ólíklegt að mengunar muni gæta. Loks segir hann að slökkviliðið hafi verið að störfum meira og minna alla helgina vegna veðurs. Helstu verkefni hafi verið verðmætabjörgun, til að mynda með því að dæla upp úr kjöllurum. Talsverður ágangur sjós hafi verið á Skaganum.
Akranes Veður Slökkvilið Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira