Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Kílómetragjald Samgöngur Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun