Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 4. mars 2025 15:32 Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum. Röskunin birtist oft í siðblindu og andfélagslegri hegðun. Hægt er að greina eiginleika í fari og hegðun fólks sem gefa vísbendingar um röskunina en greiningar sýna ennfremur að fólk með þessa röskun er undirliggjandi oft vanmáttugt, með minnimáttarkennd og skekkta sjálfsmynd. Athyglisvert er að mun algengara er að karlar séu haldnir þessari geðröskun en konur. Meðferðarúrræði eru oftast samtalsmeðferð. Ef slegin eru inn í Google Scholar leitarvélina orðin „Trump og Narsissism“ þá birtast 18.700 niðurstöður á 0,10 sek., að mestu er um að ræða birtar vísindagreinar, bókarkafla, ritgerðir og bækur um viðfangsefnið. Í mörgum rannsóknanna hefur gögnum verið safnað og þau greind byggt á hegðun, viðtölum, ræðum, samtölum og eða upplifun annarra á samskiptum við Trump. Greinarnar ná til fjölmargra fræðasviða; stjórnunar, leiðtogafræða, samningatækni, stjórnmálafræði, læknisfræði, sálfræði svo nokkur svið séu nefnd. Fróðlegt er að rýna í margar þessar greina en þar er að finna helstu einkenni narsissisma í fari Trump en þar má helst nefna: Sjálfsupphafning, ofmat á eigin mikilvægi og krafa um skilyrðislausa aðdáun. Upptekinn af eigin völdum, velgengni, fegurð og hæfileikum. Ýkir gjörðir sínar, en það sem hann gerir er best, stærst og mest. Upplifir mjög sterkt að hann eigi skilið sérstaka meðferð og forréttindi. Gerir ráð fyrir að hann birtist öðrum sem yfirburðamanneskja. Yfirlæti og sjálfshól einkenna hegðun og tilhneiging til að líta niður á venjulegt fólk. Misnotar sér aðra í eigin þágu. Hefur ekki getu til að finna eða sýna samúð eða samkennd. Verður reiður ef hann fær ekki aðdáun og virðingu. Á mjög erfitt með samskipti og samtöl við aðra og fer fljótt að leiðast. Skortur á einbeitingu og veður úr einu máli í annað. ·Á mjög erfitt að hafa stjórn á skapi sínu, tilfinningum og hegðun. Sorglegt var að sjá nokkur þessara einkenna birtast hjá forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á fundi hans og Zelensky í Hvíta húsinu í síðustu viku. Rannsóknir hafa sýnt að erfitt er að semja við fólk með þessa röskun. Ef samningar eiga að nást er það nánast gefin forsenda að narssisistinn upplifi að hann sé sigurvegari viðræðna burt sé frá efnislegum niðurstöðum. Hvort yfir höfuð er mögulegt er að semja við Bandaríkin um lok stríðsins í Úkraínu á eftir að koma í ljós en afar ólíklegt er að tryggingar fáist inn í samninga sem eitthvert hald er í á meðan Trump er við völd. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi í Háskólanum í Reykjavík.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar