Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2025 12:37 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. Rubio sagði í gær að binda þyrfti enda á stríðið í Úkraínu, var það eftir að Donald Trump, forseti, stöðvaði hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Hann stöðvaði einnig samstarf Bandaríkjamanna með Úkraínumönnum þegar kemur að eftirliti og upplýsingastreymi á víglínunni, sem reynst hefur Úkraínumönnum verulega mikilvægt. Meðal annars gerir breytingin Úkraínumönnum erfiðara að verjast ítrekuðum og umfangsmiklum eldflauga- og drónaárásum Rússa og að gera árásir gegn Rússum bakvið víglínuna. Sjá einnig: Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler „Það hefur verið ljóst frá upphafi að Trump lítur á þetta sem langvarandi átök í pattstöðu,“ sagði Rubio í viðtali í gærkvöldi og bætti hann svo við: „Hreint út sagt, er þetta leppastríð milli tveggja kjarnorkuvelda. Bandaríkjanna, sem hjálp Úkraínu, og Rússa og það þarf að enda.“ Þá gagnrýndi hann Úkraínumenn og Evrópumenn fyrir að hafa enga áætlun til að binda enda á innrás Rússa. Úkraínumenn segjast ekki berjast fyrir Bandaríkin, heldur séu þeir að berjast fyrir tilvist þeirra og lýðræði. Peskóv sagði í morgun, samkvæmt frétt Reuters, að ummæli Rubios væru alfarið í samræmi við afstöðu Rússa og þeir hefðu ítrekað haldið þessu fram. Þeir væru einnig sammála um að binda þyrfti enda á „átökin og þetta stríð“, sem er innrás Rússa. Þrýsta á Úkraínu en ekki Rússland Trump-liðar hafa verið harðlega gagnrýndir í Evrópu og víðar fyrir aðgerðir sínar vegna innrásarinnar undanfarna daga og fyrir mikla kúvendingu í utanríkisstefnu Bandaríkjanna varðandi Rússland. Bandaríkjamenn hafa beitt Úkraínu miklum þrýstingi en lítið sem ekkert gengið á Rússa og þess í stað ítrekað talað máli Rússa og Pútíns. Sjá einnig: Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa beitt Úkraínumenn gífurlegum þrýstingi og hætt áðurnefndri aðstoð. Þá hafa borist fregnir af því í morgun að Trump ætli sér að binda enda á vernd úkraínskra flóttamanna í Bandaríkjunum, svo auðveldara sé að vísa þeim úr landi. Einnig sagði Politico frá því að ráðgjafar Trumps hafi átt í viðræðum við pólitíska andstæðinga Vólódimírs Selenskí, forseta Úkraínu. Fjórir Trump-liðar hefðu átt í leynilegum viðræðum við nokkra af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Úkraínu og sneru þær meðal annars að því hvort hægt væri að halda skyndikosningar í Úkraínu. Trump hefur kallað Selenskí einræðisherra og básúnað rússneskum áróðri um að úkraínski forsetinn neiti að halda kosningar. Ráðamenn í alræðisríkinu Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að hann sé umboðslaus þar sem hann er ekki búinn að halda nýjar kosningar, þar sem kjörtímabili hans ætti að vera lokið. Stjórnarskrá heimilar ekki kosningar á stríðstímum Stjórnarskrá Úkraínu heimilar ekki kosningar á meðan herlög eru í gildi í Úkraínu, sem þau eru vegna innrásar Rússa, og Úkraínumenn segja gífurlega erfitt að halda kosningar með tilliti til átakanna, að stór hluti Úkraínu hafi verið hernuminn og að milljónir hafi flúið land. Fjölmargir kjósendur eru á víglínunni í Úkraínu og aðrir á hernumdum svæðum. Nýjar kannanir sýna að vinsældir Selenskís í Úkraínu hafa aukist undanfarnar vikur, samhliða aðgerðum Trump-liða gegn honum. Þá sýna þær einnig að hann nýtur mun meira fylgis en þeir andstæðingar hans sem ráðgjafar Trumps hafa verið að ræða við. Helsti pólitíski andstæðingur Selenskís þessa dagana er Valerí Salúsjní, fyrrverandi yfirmaður herafla Úkraínu og núverandi sendiherra í Bretalandi. Salúsjní fór hörðum orðum um Trump og erindreka hans á fundi í Lundúnum í morgun. Þar sagði hann meðal annars að Trump væri í samfloti með Pútín og að þeir saman væru að „rústa“ alþjóðakerfinu. Það væri gífurleg áskorun að Bandaríkjastjórn treyst sér ekki til að lýsa innrás Rússa í Úkraínu sem öfgafullri árás. „Við sjáum að þetta er ekki bara að öxulveldi hins illa og Rússland að reyna að breyta alþjóðakerfinu, heldur eru Bandaríkin að rústa þessu kerfi.“ Þetta sagði Salúsjní. Hann sagði einnig að aðgerðir Trumps undanfarna daga sýndu að hann væri að stilla sér við hlið Rússlands og varaði við því að haldi Bandaríkin þessari stefnu gæti Atlantshafsbandalagið heyrt sögunni til á næstu árum. Þurfa langvarandi frið og öryggi Úkraínumenn hafa ítrekað sagt að friðarsamkomulagi þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggistryggingar. Án slíkra ráðstafana er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Úkraínumenn óttast líka að án góðra öryggistrygginga muni reynast erfitt að fá þá fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land aftur heim. Ráðamenn í Rússlandi segja að þeir muni aldrei sætta sig við hermenn annarra ríkja í Úkraínu, til að tryggja frið þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, ítrekaði það í morgun og gagnrýndi Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, fyrir að leggja fram ætlanir um slíkt. „Við sjáum ekki neitt rými til málamiðlana varðandi það,“ sagði Lavrov. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist hafa rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og óskað eftir samtali við utanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Íslands gerði allt til að efla og styrkja tengslin við Bandaríkin. 6. mars 2025 12:04 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. 4. mars 2025 14:32 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Rubio sagði í gær að binda þyrfti enda á stríðið í Úkraínu, var það eftir að Donald Trump, forseti, stöðvaði hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Hann stöðvaði einnig samstarf Bandaríkjamanna með Úkraínumönnum þegar kemur að eftirliti og upplýsingastreymi á víglínunni, sem reynst hefur Úkraínumönnum verulega mikilvægt. Meðal annars gerir breytingin Úkraínumönnum erfiðara að verjast ítrekuðum og umfangsmiklum eldflauga- og drónaárásum Rússa og að gera árásir gegn Rússum bakvið víglínuna. Sjá einnig: Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler „Það hefur verið ljóst frá upphafi að Trump lítur á þetta sem langvarandi átök í pattstöðu,“ sagði Rubio í viðtali í gærkvöldi og bætti hann svo við: „Hreint út sagt, er þetta leppastríð milli tveggja kjarnorkuvelda. Bandaríkjanna, sem hjálp Úkraínu, og Rússa og það þarf að enda.“ Þá gagnrýndi hann Úkraínumenn og Evrópumenn fyrir að hafa enga áætlun til að binda enda á innrás Rússa. Úkraínumenn segjast ekki berjast fyrir Bandaríkin, heldur séu þeir að berjast fyrir tilvist þeirra og lýðræði. Peskóv sagði í morgun, samkvæmt frétt Reuters, að ummæli Rubios væru alfarið í samræmi við afstöðu Rússa og þeir hefðu ítrekað haldið þessu fram. Þeir væru einnig sammála um að binda þyrfti enda á „átökin og þetta stríð“, sem er innrás Rússa. Þrýsta á Úkraínu en ekki Rússland Trump-liðar hafa verið harðlega gagnrýndir í Evrópu og víðar fyrir aðgerðir sínar vegna innrásarinnar undanfarna daga og fyrir mikla kúvendingu í utanríkisstefnu Bandaríkjanna varðandi Rússland. Bandaríkjamenn hafa beitt Úkraínu miklum þrýstingi en lítið sem ekkert gengið á Rússa og þess í stað ítrekað talað máli Rússa og Pútíns. Sjá einnig: Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa beitt Úkraínumenn gífurlegum þrýstingi og hætt áðurnefndri aðstoð. Þá hafa borist fregnir af því í morgun að Trump ætli sér að binda enda á vernd úkraínskra flóttamanna í Bandaríkjunum, svo auðveldara sé að vísa þeim úr landi. Einnig sagði Politico frá því að ráðgjafar Trumps hafi átt í viðræðum við pólitíska andstæðinga Vólódimírs Selenskí, forseta Úkraínu. Fjórir Trump-liðar hefðu átt í leynilegum viðræðum við nokkra af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Úkraínu og sneru þær meðal annars að því hvort hægt væri að halda skyndikosningar í Úkraínu. Trump hefur kallað Selenskí einræðisherra og básúnað rússneskum áróðri um að úkraínski forsetinn neiti að halda kosningar. Ráðamenn í alræðisríkinu Rússlandi hafa ítrekað haldið því fram að hann sé umboðslaus þar sem hann er ekki búinn að halda nýjar kosningar, þar sem kjörtímabili hans ætti að vera lokið. Stjórnarskrá heimilar ekki kosningar á stríðstímum Stjórnarskrá Úkraínu heimilar ekki kosningar á meðan herlög eru í gildi í Úkraínu, sem þau eru vegna innrásar Rússa, og Úkraínumenn segja gífurlega erfitt að halda kosningar með tilliti til átakanna, að stór hluti Úkraínu hafi verið hernuminn og að milljónir hafi flúið land. Fjölmargir kjósendur eru á víglínunni í Úkraínu og aðrir á hernumdum svæðum. Nýjar kannanir sýna að vinsældir Selenskís í Úkraínu hafa aukist undanfarnar vikur, samhliða aðgerðum Trump-liða gegn honum. Þá sýna þær einnig að hann nýtur mun meira fylgis en þeir andstæðingar hans sem ráðgjafar Trumps hafa verið að ræða við. Helsti pólitíski andstæðingur Selenskís þessa dagana er Valerí Salúsjní, fyrrverandi yfirmaður herafla Úkraínu og núverandi sendiherra í Bretalandi. Salúsjní fór hörðum orðum um Trump og erindreka hans á fundi í Lundúnum í morgun. Þar sagði hann meðal annars að Trump væri í samfloti með Pútín og að þeir saman væru að „rústa“ alþjóðakerfinu. Það væri gífurleg áskorun að Bandaríkjastjórn treyst sér ekki til að lýsa innrás Rússa í Úkraínu sem öfgafullri árás. „Við sjáum að þetta er ekki bara að öxulveldi hins illa og Rússland að reyna að breyta alþjóðakerfinu, heldur eru Bandaríkin að rústa þessu kerfi.“ Þetta sagði Salúsjní. Hann sagði einnig að aðgerðir Trumps undanfarna daga sýndu að hann væri að stilla sér við hlið Rússlands og varaði við því að haldi Bandaríkin þessari stefnu gæti Atlantshafsbandalagið heyrt sögunni til á næstu árum. Þurfa langvarandi frið og öryggi Úkraínumenn hafa ítrekað sagt að friðarsamkomulagi þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggistryggingar. Án slíkra ráðstafana er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Úkraínumenn óttast líka að án góðra öryggistrygginga muni reynast erfitt að fá þá fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land aftur heim. Ráðamenn í Rússlandi segja að þeir muni aldrei sætta sig við hermenn annarra ríkja í Úkraínu, til að tryggja frið þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, ítrekaði það í morgun og gagnrýndi Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, fyrir að leggja fram ætlanir um slíkt. „Við sjáum ekki neitt rými til málamiðlana varðandi það,“ sagði Lavrov.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist hafa rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og óskað eftir samtali við utanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Íslands gerði allt til að efla og styrkja tengslin við Bandaríkin. 6. mars 2025 12:04 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. 4. mars 2025 14:32 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist hafa rætt við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og óskað eftir samtali við utanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Íslands gerði allt til að efla og styrkja tengslin við Bandaríkin. 6. mars 2025 12:04
Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17
Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. 4. mars 2025 14:32
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07