Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 16:05 PostNord, póstþjónusta Danmerkur mun hætta bréfasendingum í lok árs. Unsplash/Andersen Jensen PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía. Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía.
Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira