Ég er Íslendingur, ég er kona, ég vil frið í heiminum - en fáni Palestínu er ekki minn fáni.
Hvað gerir kona þá ef hún vil taka þátt í baráttugöngu á alþjóðlegum degi kvenna á íslandi, í Reykjavík, höfuðborg landsins? - Hún situr heima…
Af hverju má baráttudagur kvenna á Íslandi ekki bara snúast um það. Jú ég veit að þetta er alþjóðlegur baráttudagur kvenna - en eini fáninn sem er í þessari alþjóðlegu göngu er sá Palestínski.
Hvar er íslenski fáninn? Eða ef þetta snýst um stuðning vegna stríðs og alheimsfriðar, sá Úkraínski?
Konur eru alþjóðlegar. Þær eru allsstaðar í heiminum. Það eru líka stríð allstaðar í heiminum.
Af hverju er valinn einn fáni framyfir annan til að ganga með á baráttudegi kvenna?
Er það af því að feðraveldið lifir góðu lífi í Palestínu?
Erum við að mótmæla því?
Voru Palestínumenn í þessari göngu að segja “fokk” við feðraveldinu þar?
Nú er ég bara einföld kona sem er hlynnt jafnrétti kynjanna og vil taka þátt í baráttunni. Þarf ég þá að taka afstöðu með Palestínu? Ganga með fánann þeirra meðan ég vil útrýma feðraveldinu - “Free Palestine” - frá feðraveldinu þá?
Af hverju má þetta ekki bara vera einfalt - að ég geti gengið sem kona, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, fyrir konur - jafnvel bara með fána míns lands þar sem gangan er haldin, í nafni allra kvenna?!
Höfundur er íslensk kona búsett á íslandi og styður við alheimsfrið.