Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 14:00 Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun