Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar 3. október 2025 13:30 Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun