Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Hjörvar Ólafsson skrifar 13. mars 2025 20:50 vísir/Anton Valur vann afar sannfærandi sigur, dd-dd, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 21. og næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Fyrir leikinn sátu liðin hlið við hlið í töflunni en Valur var með 24 stig í fjórða sæti og Grindavík í því fimmta með sín 22 stig. Liðin eru þar af leiðandi að berjast um að fá heimavallarétt í úrslitakeppni deildarinnar. Grindvíkingar léku án Deandre Kane og Ólafs Ólafssonar að þessu sinni og það sást berlega í fyrsta fjórðung að gestirnir söknuðu þessa tveggja lykilleikmann í sínu liði. Valsmenn mættu vel einbeittir og ákveðnir til leiks og með sterkum varnarleik náði liðið 14 stiga forystu, 25-11, eftir fyrsta fjórðung. Valsmenn héldu svo áfram að hamra heitt járnið í öðrum leikhluta og leiddu með 25 stigum, 53-28, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Grindvíkingar voru langt frá sínu besta á báðum endum vallarins en leiðin að körfu þeirra var afar greið og mikið um hnoð og einstaklingsframtök sem ekki gengu upp í sóknarleiknum. Góður skriður á Valsmönnum Áfram dró í sundur með liðunum í þriðja leikhluta og sama spilamennska var uppi á tengingnum hjá Grindvíkingum. Vörnin var eins og gatasigti á sama tíma og enginn taktur komst í sóknarleikinn. Staðan var 84-51 fyrir Val eftir þriðja leikhluta. Segja má að um formsatriði hafi verið að ræða að klára fjórða leikhluta þar sem úrslitin voru ráðin áður en að honum kom. Munurinn hélst áfram í kringum 30 stig og lokatölur urðu svo 99-80 Valsmönnum í vil. Valur hefur nú haft betur í átta síðustu leikjum sínum og er með 26 stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Grindavík er hins vegar áfram í fimmta sæti með sín 22 stig. Álftanes komst upp að hlið Grindavíkur í fimmta til sjötta sæti með sigri sínum gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í kvöld. Finnur Freyr fer yfir málinVísir/Hulda Margrét Finnur Freyr: Sáttur við að við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn „Það sem gladdi mig mest er hvað við mættum ákveðnir til leiks og hleyptum þeim aldrei inn í leikinn eftir að hafa náð góðu forskoti. Það vantaði stór pússl í róteringuna hjá þeim og það er vitað mál og eðlilegt að Grindavíkurliðið er veikara án Deandre Kane og Ólafs Ólafssonar. Við létum það ekki trufla undirbúning okkar að það vantaði sterka leikmenn í þeirra lið og sýndum heilsteypta og góða frammistöðu sem er bara mjög jákvætt. Þetta var góður sigur og liðið sýndi margar góðar hliðar í þessum leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. „Nú fer bara fullur fókus á það að búa okkur undir alvöru slag við Keflavík í bikarnum. Það vita allir að þeir þeir hafa spilað undir pari í deildinni og líta líklega á bikarinn sem ákveðna gulrót á tímabilinu. Það eru mikil gæði í þeirra liði og við þurfum góðan leik í 40 mínútur eins og við gerðum í kvöld til þess að leggja þá að velli,“ sagði Finnur Freyr enn fremur. Jóhann Þór: Vantaði allan neista í fyrri hálfleik „Það vantaði allan neista, vilja og baráttu í fyrri hálfleikinn og það olli mér vonbrigðum. Við söknuðum klárlega Kane og Óla en ég hefði viljað sjá mína menn mæta þeim betur í líkamlegri baráttu og veita meiri mótspyrnu en raun bar vitni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, súr að leik loknum. „Við vorum hins vegar skömminni skárri í seinni hálfleik og sýndum að einhverju leyti hvað í okkur býr. Það var hins vegar of lítið og of seint en eitthvað jákvætt þar sem við getum tekið með okkur í hléið á deildinni sem fram undan er,“ sagði Jóhann Þór þar að auki. Aðsprurður um stöðuna á Kane og Ólafi og hvað hann þyrfti að leggja áherslu á í leikjapásunni sagði Jóhann: „Ólafur er í raun og veru búinn að vera að tjassla sér saman og spila meiddur frá því eftir áramót. Kane er svo með þursabit í bakinu og þurfti á hvíld að halda. Þeir hefðu alveg getað spilað þennan leik en eftir að hafa ráðfært okkur við fagaðila þá var tekin ákvörðun um að þeir myndu ekki spila. Þeir mæta ferskir eins og allt liðið eftir pásuna. Við þurfum að fara vel yfir varnarleikinn í hléinu og fínpússa sóknarleikinnk“ sagði hann. Jóhann Þór Ólafsson, var sáttari við seinni hálfleikinn en þann fyrri. vísir/Anton Atvik leiksins Valsmenn settu tóninn strax í upphafi leiks en eftir á að hyggja gaf auðveld en kraftmikil troðsla Kristófer Acox á upphafsmínútum leiksins fyrirheit um það sem koma skal. Hægt væri að tína til atriði þar sem Valsmenn fengu auðveld skot eftir mistalningu í vörn Grindavíkur eða andlaus tilþrif Grindavíkur á sóknarhelmingnum sem einkenndu leikinn en það er óþarfi að þessu sinni. Stjörnur og skúrkar Taiwo Hassan Badmus bar höfuð og herðar yfir Valsmenn hvað stigaskorun varðar en hann skoraði 27 stig í leiknum. Adam Ramstedt, Frank Aron Booker og Kristinn Pálsson sýndu einnig lipra takta. Jeremy Pargon sýndi á köflum hvað í hann er spunnið en hann vantaði sárlega fleiri til þess að draga vagninn í sóknarleik Grindavíkur. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem og Birgir Örn Hjörvarsson fengu þægilegt verkefni í kvöld og skilaði því með sóma. Þeir félagar fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var þétt setið í Valshöllinni í kvöld og ljóst að það er farið að vora og fiðringur kominn í körfuboltaáhugafólk að horfa á körfubolta þar sem allt er undir. Áhorfendur gerðu sitt besta til þess að gera leikinn skemmtilegan en það var erfitt verkefni vegna þess hversu ójafn hann var allt frá upphafi til enda í raun. Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík
Valur vann afar sannfærandi sigur, dd-dd, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 21. og næstsíðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Fyrir leikinn sátu liðin hlið við hlið í töflunni en Valur var með 24 stig í fjórða sæti og Grindavík í því fimmta með sín 22 stig. Liðin eru þar af leiðandi að berjast um að fá heimavallarétt í úrslitakeppni deildarinnar. Grindvíkingar léku án Deandre Kane og Ólafs Ólafssonar að þessu sinni og það sást berlega í fyrsta fjórðung að gestirnir söknuðu þessa tveggja lykilleikmann í sínu liði. Valsmenn mættu vel einbeittir og ákveðnir til leiks og með sterkum varnarleik náði liðið 14 stiga forystu, 25-11, eftir fyrsta fjórðung. Valsmenn héldu svo áfram að hamra heitt járnið í öðrum leikhluta og leiddu með 25 stigum, 53-28, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Grindvíkingar voru langt frá sínu besta á báðum endum vallarins en leiðin að körfu þeirra var afar greið og mikið um hnoð og einstaklingsframtök sem ekki gengu upp í sóknarleiknum. Góður skriður á Valsmönnum Áfram dró í sundur með liðunum í þriðja leikhluta og sama spilamennska var uppi á tengingnum hjá Grindvíkingum. Vörnin var eins og gatasigti á sama tíma og enginn taktur komst í sóknarleikinn. Staðan var 84-51 fyrir Val eftir þriðja leikhluta. Segja má að um formsatriði hafi verið að ræða að klára fjórða leikhluta þar sem úrslitin voru ráðin áður en að honum kom. Munurinn hélst áfram í kringum 30 stig og lokatölur urðu svo 99-80 Valsmönnum í vil. Valur hefur nú haft betur í átta síðustu leikjum sínum og er með 26 stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Grindavík er hins vegar áfram í fimmta sæti með sín 22 stig. Álftanes komst upp að hlið Grindavíkur í fimmta til sjötta sæti með sigri sínum gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í kvöld. Finnur Freyr fer yfir málinVísir/Hulda Margrét Finnur Freyr: Sáttur við að við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn „Það sem gladdi mig mest er hvað við mættum ákveðnir til leiks og hleyptum þeim aldrei inn í leikinn eftir að hafa náð góðu forskoti. Það vantaði stór pússl í róteringuna hjá þeim og það er vitað mál og eðlilegt að Grindavíkurliðið er veikara án Deandre Kane og Ólafs Ólafssonar. Við létum það ekki trufla undirbúning okkar að það vantaði sterka leikmenn í þeirra lið og sýndum heilsteypta og góða frammistöðu sem er bara mjög jákvætt. Þetta var góður sigur og liðið sýndi margar góðar hliðar í þessum leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. „Nú fer bara fullur fókus á það að búa okkur undir alvöru slag við Keflavík í bikarnum. Það vita allir að þeir þeir hafa spilað undir pari í deildinni og líta líklega á bikarinn sem ákveðna gulrót á tímabilinu. Það eru mikil gæði í þeirra liði og við þurfum góðan leik í 40 mínútur eins og við gerðum í kvöld til þess að leggja þá að velli,“ sagði Finnur Freyr enn fremur. Jóhann Þór: Vantaði allan neista í fyrri hálfleik „Það vantaði allan neista, vilja og baráttu í fyrri hálfleikinn og það olli mér vonbrigðum. Við söknuðum klárlega Kane og Óla en ég hefði viljað sjá mína menn mæta þeim betur í líkamlegri baráttu og veita meiri mótspyrnu en raun bar vitni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, súr að leik loknum. „Við vorum hins vegar skömminni skárri í seinni hálfleik og sýndum að einhverju leyti hvað í okkur býr. Það var hins vegar of lítið og of seint en eitthvað jákvætt þar sem við getum tekið með okkur í hléið á deildinni sem fram undan er,“ sagði Jóhann Þór þar að auki. Aðsprurður um stöðuna á Kane og Ólafi og hvað hann þyrfti að leggja áherslu á í leikjapásunni sagði Jóhann: „Ólafur er í raun og veru búinn að vera að tjassla sér saman og spila meiddur frá því eftir áramót. Kane er svo með þursabit í bakinu og þurfti á hvíld að halda. Þeir hefðu alveg getað spilað þennan leik en eftir að hafa ráðfært okkur við fagaðila þá var tekin ákvörðun um að þeir myndu ekki spila. Þeir mæta ferskir eins og allt liðið eftir pásuna. Við þurfum að fara vel yfir varnarleikinn í hléinu og fínpússa sóknarleikinnk“ sagði hann. Jóhann Þór Ólafsson, var sáttari við seinni hálfleikinn en þann fyrri. vísir/Anton Atvik leiksins Valsmenn settu tóninn strax í upphafi leiks en eftir á að hyggja gaf auðveld en kraftmikil troðsla Kristófer Acox á upphafsmínútum leiksins fyrirheit um það sem koma skal. Hægt væri að tína til atriði þar sem Valsmenn fengu auðveld skot eftir mistalningu í vörn Grindavíkur eða andlaus tilþrif Grindavíkur á sóknarhelmingnum sem einkenndu leikinn en það er óþarfi að þessu sinni. Stjörnur og skúrkar Taiwo Hassan Badmus bar höfuð og herðar yfir Valsmenn hvað stigaskorun varðar en hann skoraði 27 stig í leiknum. Adam Ramstedt, Frank Aron Booker og Kristinn Pálsson sýndu einnig lipra takta. Jeremy Pargon sýndi á köflum hvað í hann er spunnið en hann vantaði sárlega fleiri til þess að draga vagninn í sóknarleik Grindavíkur. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem og Birgir Örn Hjörvarsson fengu þægilegt verkefni í kvöld og skilaði því með sóma. Þeir félagar fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var þétt setið í Valshöllinni í kvöld og ljóst að það er farið að vora og fiðringur kominn í körfuboltaáhugafólk að horfa á körfubolta þar sem allt er undir. Áhorfendur gerðu sitt besta til þess að gera leikinn skemmtilegan en það var erfitt verkefni vegna þess hversu ójafn hann var allt frá upphafi til enda í raun.
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga