Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 20:31 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir fangelsin full af ofbeldisfólki sem telja sín brot vægara eðlis en annarra. Fréttir af manndrápi í Gufunesi á dögunum sé til marks um varhugaverða þróun. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir það algengt að ofbeldisfullt fólk réttlæti eigin afbrot með því að þolandinn hafi gerst sekur um það sem þeir álíta verri brot. „Við vitum að fangelsi eru full af fólki sem fordæma ofbeldi, meira að segja fólk sem hefur hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot, en telja sitt eigið brot vera á einhvern hátt örðuvísi eða réttlætanlegt og algengasta réttlætingin fyrir ofbeldi eða til að firra sig ábyrgð er að þolandinn hafi átt það skilið,“ segir Margrét sem fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hetjudýrkun ofbeldismanna Hún segir það valda sér óhug að fylgjast með athugasemdum á fréttum um slík ofbeldismál þar sem gerendur séu oft málaðir upp sem hetjur fyrir að taka lögin í sínar hendur. Hún segir það hættulega hugmyndafræði að ofbeldi sé talið réttlætanlegt að því gefnu að því sé beint að ákveðnum þolendum. Það sé algengt að ofbeldismenn réttlæti ódæðuverk sín á þann hátt að þolendurnir hafi átt það skilið. Hvort sem um ræði tálbeituhópa sem kúga fé úr og veitist að grunuðum kynferðisafbrotamönnum eða heimilisofbeldismál. „Þegar við lesum um ofbeldi í fjölmiðlum þá ættum við að fordæma það óháð því hver varð fyrir því,“ segir Margrét. Samþjöppun fólks með félagslega vanda varhugaverð Margrét segir jafnframt að ofbeldisbrotum meðal ungs fólks fari almennt fjölgandi. Fleiri ofbeldisbrot komi upp í ákveðnum hverfum og er það breytilegt eftir tímum um hvaða hverfi ræður. Sterkar vísbendingar séu um að gengjamyndanir séu að verða algengari. „Þegar krakkar fara að mynda svona hópa eykst brotahegðun þeirra og ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að bregðast strax við þegar vart verður við vísbendingar um það í skólaumhverfinu,“ segir hún. Sjálf ólst hún upp í Breiðholti í blokk þar sem mikið var um hvers kyns félagsleg vandamál. Hún segist hafa haft jákvæða upplifun af því þar sem hún ólst sjálf upp við fátækt. „Maður var ekki eini fátæki krakkinn í blokkinni, bekknum eða skólanum. En það getur líka leitt til þess að það verði fleiri vandamál,“ segir hún. Hún segir það liggja fyrir að algengara sé að hegðunarvandi komi upp þegar foreldrar hafi ekki tíma eða orku til að sinna uppeldi og aga. Einstæðir foreldrar og foreldrar sem vinni tvö störf hafi oft ekki ráð á því að sinna börnum sínum nægilega vel. Nauðsynlegt að huga að hinum börnunum Ungur aldur gerenda í málum á borð við það sem blossað hefur upp í Breiðholtsskóla og mikið hefur verið fjallað um síðustu vikur vekji þó spurningar. „Þegar vandamálið er orðið svona stórt spyr maður sig hvort þurfi ekki að dreifa þessum gerendahóp. Það eiga öll börn rétt á að ganga í skóla á Íslandi en eiga öll börn rétt á að ganga í sama skólann?“ segir hún. Það sé nauðsynlegt að huga betur að hinum börnunum, þolendunum, sem geti orðið fyrir alvarlegum afleiðingum þess að vera stanslaust í ofbeldisfullu umhverfi. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hverjar afleiðingarnar eru af því að vera á þessum aldri og upplifa stöðugan ótta, í þínu nærumhverfi. Þú átt að upplifa þig öruggan í skólaumhverfinu. Þarna þarf að bregðast við á mjög ákveðinn hátt og það er auðvitað best að bregðast við strax og með því að beita stuðning og virkja foreldra til að sinna sínu hlutverki,“ segir hún. „Ef það hefur verið reynt og það hefur einfaldlega ekki gengið þarf að grípa til sterkari inngripa,“ segir Margrét. Ofbeldi barna Manndráp í Gufunesi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir það algengt að ofbeldisfullt fólk réttlæti eigin afbrot með því að þolandinn hafi gerst sekur um það sem þeir álíta verri brot. „Við vitum að fangelsi eru full af fólki sem fordæma ofbeldi, meira að segja fólk sem hefur hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot, en telja sitt eigið brot vera á einhvern hátt örðuvísi eða réttlætanlegt og algengasta réttlætingin fyrir ofbeldi eða til að firra sig ábyrgð er að þolandinn hafi átt það skilið,“ segir Margrét sem fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hetjudýrkun ofbeldismanna Hún segir það valda sér óhug að fylgjast með athugasemdum á fréttum um slík ofbeldismál þar sem gerendur séu oft málaðir upp sem hetjur fyrir að taka lögin í sínar hendur. Hún segir það hættulega hugmyndafræði að ofbeldi sé talið réttlætanlegt að því gefnu að því sé beint að ákveðnum þolendum. Það sé algengt að ofbeldismenn réttlæti ódæðuverk sín á þann hátt að þolendurnir hafi átt það skilið. Hvort sem um ræði tálbeituhópa sem kúga fé úr og veitist að grunuðum kynferðisafbrotamönnum eða heimilisofbeldismál. „Þegar við lesum um ofbeldi í fjölmiðlum þá ættum við að fordæma það óháð því hver varð fyrir því,“ segir Margrét. Samþjöppun fólks með félagslega vanda varhugaverð Margrét segir jafnframt að ofbeldisbrotum meðal ungs fólks fari almennt fjölgandi. Fleiri ofbeldisbrot komi upp í ákveðnum hverfum og er það breytilegt eftir tímum um hvaða hverfi ræður. Sterkar vísbendingar séu um að gengjamyndanir séu að verða algengari. „Þegar krakkar fara að mynda svona hópa eykst brotahegðun þeirra og ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að bregðast strax við þegar vart verður við vísbendingar um það í skólaumhverfinu,“ segir hún. Sjálf ólst hún upp í Breiðholti í blokk þar sem mikið var um hvers kyns félagsleg vandamál. Hún segist hafa haft jákvæða upplifun af því þar sem hún ólst sjálf upp við fátækt. „Maður var ekki eini fátæki krakkinn í blokkinni, bekknum eða skólanum. En það getur líka leitt til þess að það verði fleiri vandamál,“ segir hún. Hún segir það liggja fyrir að algengara sé að hegðunarvandi komi upp þegar foreldrar hafi ekki tíma eða orku til að sinna uppeldi og aga. Einstæðir foreldrar og foreldrar sem vinni tvö störf hafi oft ekki ráð á því að sinna börnum sínum nægilega vel. Nauðsynlegt að huga að hinum börnunum Ungur aldur gerenda í málum á borð við það sem blossað hefur upp í Breiðholtsskóla og mikið hefur verið fjallað um síðustu vikur vekji þó spurningar. „Þegar vandamálið er orðið svona stórt spyr maður sig hvort þurfi ekki að dreifa þessum gerendahóp. Það eiga öll börn rétt á að ganga í skóla á Íslandi en eiga öll börn rétt á að ganga í sama skólann?“ segir hún. Það sé nauðsynlegt að huga betur að hinum börnunum, þolendunum, sem geti orðið fyrir alvarlegum afleiðingum þess að vera stanslaust í ofbeldisfullu umhverfi. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hverjar afleiðingarnar eru af því að vera á þessum aldri og upplifa stöðugan ótta, í þínu nærumhverfi. Þú átt að upplifa þig öruggan í skólaumhverfinu. Þarna þarf að bregðast við á mjög ákveðinn hátt og það er auðvitað best að bregðast við strax og með því að beita stuðning og virkja foreldra til að sinna sínu hlutverki,“ segir hún. „Ef það hefur verið reynt og það hefur einfaldlega ekki gengið þarf að grípa til sterkari inngripa,“ segir Margrét.
Ofbeldi barna Manndráp í Gufunesi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Skóla- og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira