Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 13:52 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir til standa að undirrita samning við sveitarfélög um verkaskiptingu í málum barna í vanda. Vísir Fjármálaráðherra segist gera ráð fyrir því að undirrita samning við sveitarfélög um yfirtöku ríkisins á málaflokki barna með fjölþætta og alvarlega vanda. Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann. Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann.
Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira