Körfubolti

Allt klárt fyrir um­spilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Ármanns og ÍA á leiktíðinni.
Úr leik Ármanns og ÍA á leiktíðinni. Ármann Körfubolti

Deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta er nú lokið. Fyrir lokaumferðina var ljóst að ÍA væru deildarmeistarar og myndu leika í Bónus-deildinni á næstu leiktíð. Liðin í 2. til 5. sæti fara í umspil um hitt sætið sem í boði er í Bónus-deildinni.

Ármann endar í 2. sæti deildarinnar eftir öruggan sigur á Þór Akureyri, lokatölur 124-102. Stigahæstur var Jaxson Schuler Baker með 28 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar.

Hamar endar í 3. sæti eftir sigur á Snæfelli í framlengdum leik, lokatölur í Hveragerði 126-118. Jaeden Edmund King var stigahæstur hjá Hamri með 38 stig. Hann tók einnig 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Sindri endar í 4. sæti eftir sigur á KFG í Garðabæ, lokatölur 87-91 í jöfnum leik. Gísli Þórarinn Hallsson var stigahæstur hjá Sindra með 23 stig.

Fjölnir lagði Skallagrím, 109-83, og endar í 5. sæti. Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur hjá Fjölni með 31 stig. Þar á eftir kom Lewis Junior Diankulu með 25 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar.

Topplið ÍA tapaði þá nokkuð óvænt á Selfossi, lokatölur 115-108. Follie Bogan stigahæstur í liði heimamanna með 29 stig á meðan Skarphéðinn Árni Þorbergsson skoraði 21 stig. Kristófer Már Gíslason var stigahæstur í liði ÍA með 26 stig.

Önnur úrslit

  • Breiðablik 100 – 94 KV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×