Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 18. mars 2025 15:31 Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar