Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 20. mars 2025 11:31 Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Landhelgisgæslan Færeyjar Bensín og olía Rekstur hins opinbera Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun