Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. mars 2025 12:53 Drengirnir brutu rúðu á Pylsubarnum í Hafnarfirði til að reyna ná til drengsins. Að sögn föður drengsins ætluðu þeir að vinna honum mein. Vísir/Anton Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Árásin átti sér stað á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi en drengurinn hafði verið að bíða eftir strætó við verslunarmiðstöðina þegar átta drengir nálguðust hann og átök brutust út. Drengurinn leitaði skjóls frá árásunum inn á Pylsubarnum við strætóstoppustöðina þar sem hann lokaði að sér. Gerendur hófu þá að sparka í hurðina með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Þetta segir faðir drengsins í samtali við fréttastofu sem baðst undan því að koma fram undir nafni vegna afleiðinga sem það myndi hafa fyrir son sinn. Hann segir son sinn hafa kannast við tvo drengjanna sem hafi verið úr Hafnarfirðinum en ekki kannast við hina sex sem allir hafi verið ellefu til fjórtán ára. „Sumir strákarnir eru mjög oft búnir að komast í kast við lögin, en það er ekki hægt að kæra þá því þeir eru undir aldri. Þeir byrjuðu að atast í honum og hann byrjaði að hlaupa frá þeim, hann meiddi sig og faldi sig síðan á Pylsubarnum.“ Faðirinn tekur fram að það sé allt í góðu með son sinn núna þó hann hafi orðið skelfdur. Drengurinn ætli að halda áfram að taka strætó á sama stað þrátt fyrir árásina. Áður komið við sögu hjá lögreglu Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að þrír drengir um fjórtán ára aldur hafi verið teknir í hald og færðir til yfirheyrslu í gær vegna málsins þó að vel geti verið að fleiri hafi átt hlut að máli. Hann ítrekar að um minniháttar áverka sé að ræða og minniháttar skemmdarverk en tekur fram að drengirnir hafi áður komið við sögu hjá lögreglu. „Þetta er mjög minniháttar mál í sjálfu sér. Það er verið að vinna með mál unglinga svona heilt yfir mjög mikið, þessa dagana. Þetta eru alveg nöfn sem við erum að fá í hendurnar aftur og aftur, gaurar sem við erum að fá í hendurnar aftur og aftur. Við vinnum þetta með barnavernd auðvitað, þetta eru ósakhæf börn.“ Pylsubarinn í Hafnarfirði.vísir/anton Brink Færa sig á milli staða til að bregðast við eftirliti lögreglu Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ofbeldisbrotum barna hafa fjölgað til muna og verði alvarlegri og alvarlegri með tímanum. „Bæði hefur gerendum fjölgað og sjálfum málunum og eins erum við að sjá börn sem eru oftar en einu sinni á einu ári að koma inn á okkar borð vegna ofbeldismála.“ Marta tekur fram að ungmenni hópi sig í auknum mæli saman við verslunarmiðstöðvar. Einstaklingar úr hópum komi oft víða að og flakki á milli staða. „Þeir einskorðast ekki við eitt ákveðið hverfi en þeir fara svona á milli og við reynum að bregðast við með auknu sýnilegu eftirliti. Við höfum verið að fá styrkingu inn í samfélagslögregluna til að geta betur fylgst með hópamyndunum og öðru en við finnum það líka að þau eru mjög hreyfanleg. Ef við erum komin með sýnilegt eftirlit á einum stað þá eru þau fljót að færa sig eitthvað annað.“ Hún bætir við að lögreglan hafi afskipti af börnum á víðu aldursbili. Börn geti verið á aldrinum ellefu til nítján ára innan sama hópsins. „Við þurfum öll að leggjast á eitt til að sporna við þessu aukna ofbeldi. Við þurfum að fá foreldra í lið með okkur, skólana, barnavernd, lögreglu, félagsþjónustu og íþróttastarfið. Við þurfum öll að taka okkur saman um að senda þau skilaboð að ofbeldi verði ekki liðið og að við viljum ekki hafa það í samfélaginu hjá okkur.“ Ofbeldi barna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Árásin átti sér stað á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi en drengurinn hafði verið að bíða eftir strætó við verslunarmiðstöðina þegar átta drengir nálguðust hann og átök brutust út. Drengurinn leitaði skjóls frá árásunum inn á Pylsubarnum við strætóstoppustöðina þar sem hann lokaði að sér. Gerendur hófu þá að sparka í hurðina með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Þetta segir faðir drengsins í samtali við fréttastofu sem baðst undan því að koma fram undir nafni vegna afleiðinga sem það myndi hafa fyrir son sinn. Hann segir son sinn hafa kannast við tvo drengjanna sem hafi verið úr Hafnarfirðinum en ekki kannast við hina sex sem allir hafi verið ellefu til fjórtán ára. „Sumir strákarnir eru mjög oft búnir að komast í kast við lögin, en það er ekki hægt að kæra þá því þeir eru undir aldri. Þeir byrjuðu að atast í honum og hann byrjaði að hlaupa frá þeim, hann meiddi sig og faldi sig síðan á Pylsubarnum.“ Faðirinn tekur fram að það sé allt í góðu með son sinn núna þó hann hafi orðið skelfdur. Drengurinn ætli að halda áfram að taka strætó á sama stað þrátt fyrir árásina. Áður komið við sögu hjá lögreglu Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að þrír drengir um fjórtán ára aldur hafi verið teknir í hald og færðir til yfirheyrslu í gær vegna málsins þó að vel geti verið að fleiri hafi átt hlut að máli. Hann ítrekar að um minniháttar áverka sé að ræða og minniháttar skemmdarverk en tekur fram að drengirnir hafi áður komið við sögu hjá lögreglu. „Þetta er mjög minniháttar mál í sjálfu sér. Það er verið að vinna með mál unglinga svona heilt yfir mjög mikið, þessa dagana. Þetta eru alveg nöfn sem við erum að fá í hendurnar aftur og aftur, gaurar sem við erum að fá í hendurnar aftur og aftur. Við vinnum þetta með barnavernd auðvitað, þetta eru ósakhæf börn.“ Pylsubarinn í Hafnarfirði.vísir/anton Brink Færa sig á milli staða til að bregðast við eftirliti lögreglu Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ofbeldisbrotum barna hafa fjölgað til muna og verði alvarlegri og alvarlegri með tímanum. „Bæði hefur gerendum fjölgað og sjálfum málunum og eins erum við að sjá börn sem eru oftar en einu sinni á einu ári að koma inn á okkar borð vegna ofbeldismála.“ Marta tekur fram að ungmenni hópi sig í auknum mæli saman við verslunarmiðstöðvar. Einstaklingar úr hópum komi oft víða að og flakki á milli staða. „Þeir einskorðast ekki við eitt ákveðið hverfi en þeir fara svona á milli og við reynum að bregðast við með auknu sýnilegu eftirliti. Við höfum verið að fá styrkingu inn í samfélagslögregluna til að geta betur fylgst með hópamyndunum og öðru en við finnum það líka að þau eru mjög hreyfanleg. Ef við erum komin með sýnilegt eftirlit á einum stað þá eru þau fljót að færa sig eitthvað annað.“ Hún bætir við að lögreglan hafi afskipti af börnum á víðu aldursbili. Börn geti verið á aldrinum ellefu til nítján ára innan sama hópsins. „Við þurfum öll að leggjast á eitt til að sporna við þessu aukna ofbeldi. Við þurfum að fá foreldra í lið með okkur, skólana, barnavernd, lögreglu, félagsþjónustu og íþróttastarfið. Við þurfum öll að taka okkur saman um að senda þau skilaboð að ofbeldi verði ekki liðið og að við viljum ekki hafa það í samfélaginu hjá okkur.“
Ofbeldi barna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira