Lífið

Herra Hnetu­smjör ó­tví­ræður sigur­vegari Hlustendaverðlaunanna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Boði Logason skrifa
Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var sigurvegari kvöldsins.
Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var sigurvegari kvöldsins. Vísir/Vilhelm

Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa í kvöld. Herra Hnetusmjör sópaði að sér verðlaunum en hann hlaut verðlaun sem söngvari ársins, fyrir lag ársins og plötu ársins. 

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan og FM957 standa í sameiningu að verðlaununum með það að markmiði að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri til að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem hafa skarað fram úr á liðnu ári.

Þetta er tólfta árið sem verðlaunaathöfnin er haldin en kosið var um sigurvegara á Vísi. Veitt voru verðlaun í níu flokkum.

Margt var um manninn á verðlaunaafhendingunni og tóku margir frægir söngvarar lagið, svo sem Bríet, Kristmundur Axel, Jóhanna Guðrún, Birnir, Friðrik Dór og fleiri. 

Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Nánari umfjöllun um hátíðina má nálgast á Vísi í fyrramálið.

Hér fyrir neðan má sjá sigurvegara kvöldsins.

Söngvari ársins:

Herra Hnetusmjör


Söngkona ársins:

Laufey Lín


Flytjandi ársins:

IceGuys


Nýliði ársins:

Saint Pete


Plata ársins:

KBE Kynnir: Legend í leiknum - Herra Hnetusmjör


Heiðursverðlaun: 

Helgi Björns


Pródúsent ársins:

Ásgeir Orri Ásgeirsson


Myndband ársins:

Gemmér Gemmér - IceGuys


Lag ársins:

Elli Egils - Herra Hnetusmjör






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.