Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2025 15:31 Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun