Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 00:05 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans munu eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi. Hætt hefur verið við heimsóknir til Nuuk og Sisimiut og hafa aðrir sem ætluðu með, eins og þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, hætt við ferðina. Þetta tilkynnti starfstjórn Grænlands í kvöld. Ekki fylgir yfirlýsingunni hvað veldur. Fyrst stóð til að Ushe Vanve, Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafi og Chris Wright orkumálaráðherra ætluðu til Grænlands þann 28. mars. Fyrr í kvöld tilkynnti JD Vance svo að hann ætlaði með og sagði að hópurinn ætlaði einnig að heimsækja bandaríska hermenn á Grænlandi og taka stöðuna á öryggismálum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland og að það muni gerast, með einum hætti eða öðrum. Hefur Trump sagt meðal annars sagt það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ sagði Vance í myndbandi sem hann birti fyrr í kvöld. Sjá einnig: Vance á leið til Grænlands Múte Egede, forsætisráðherra Grænlands, hefur brugðist illa við fregnum af ferðinni óformlegu og líkt henni við ögrun. Kannair hafa sýnt að Grænlendingar hafa lítinn áhuga á að ganga inn í Bandaríkin. Þá sagði Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. Bandaríkjamenn væru að setja óásættanlegan þrýsting á bæði Grænland og Danmörku. DR hefur eftir ritstjóra grænlenska miðilsins Sermitsiaq að hann telji að Grænlendingar verði ánægðir með þessa ákvörðun. Margir hafi verið reiðir yfir ætlunum Bandaríkjamanna. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Þetta tilkynnti starfstjórn Grænlands í kvöld. Ekki fylgir yfirlýsingunni hvað veldur. Fyrst stóð til að Ushe Vanve, Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafi og Chris Wright orkumálaráðherra ætluðu til Grænlands þann 28. mars. Fyrr í kvöld tilkynnti JD Vance svo að hann ætlaði með og sagði að hópurinn ætlaði einnig að heimsækja bandaríska hermenn á Grænlandi og taka stöðuna á öryggismálum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland og að það muni gerast, með einum hætti eða öðrum. Hefur Trump sagt meðal annars sagt það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ sagði Vance í myndbandi sem hann birti fyrr í kvöld. Sjá einnig: Vance á leið til Grænlands Múte Egede, forsætisráðherra Grænlands, hefur brugðist illa við fregnum af ferðinni óformlegu og líkt henni við ögrun. Kannair hafa sýnt að Grænlendingar hafa lítinn áhuga á að ganga inn í Bandaríkin. Þá sagði Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. Bandaríkjamenn væru að setja óásættanlegan þrýsting á bæði Grænland og Danmörku. DR hefur eftir ritstjóra grænlenska miðilsins Sermitsiaq að hann telji að Grænlendingar verði ánægðir með þessa ákvörðun. Margir hafi verið reiðir yfir ætlunum Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36