Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. mars 2025 16:32 Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun