Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 23:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill einnig ráða yfir Grænlandi. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. „Við þörfnumst Grænlands vegna alþjóðaöryggis og varna. Við þurfum það. Við verðum að eignast það,“ sagði Trump í nýju hlaðvarpi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Mér er illa við að orða það þannig, en við munum þarfnast þess að eiga það.“ Þessi orðræða Trumps hefur farið verulega fyrir brjóstið á Grænlendingum og Dönum. Kannanir hafa sýnt að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum, þó þeir hafi áhuga á auknu samstarfi við Bandaríkjamenn. Grænlendingar eru að vinna að því að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi og vilja Bandaríkjamenn ólmir auka umsvif sín og varnir á þessum slóðum. Í áðurnefndu hlaðvarpi sagðist Trump ekki viss um það hvort Grænlendingar hefðu áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Kannanir hafa bersýnilega sýnt að svo er ekki. Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku en ekki vera innlimaðir af Bandaríkjunum. Mótmælin sem áttu sér stað vegna væntanlegrar heimsóknar JD Vance og eiginkonu hans til Grænlands gefa einnig til kynna að Grænlendingar séu ósáttir við framgöngu Bandaríkjamanna. „Við verðum að sannfæra þá,“ sagði Trump um Grænlendinga. „Við verðum að eignast þetta land, því það er ekki hægt að verja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara Bandaríkin, án þess.“ Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
„Við þörfnumst Grænlands vegna alþjóðaöryggis og varna. Við þurfum það. Við verðum að eignast það,“ sagði Trump í nýju hlaðvarpi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Mér er illa við að orða það þannig, en við munum þarfnast þess að eiga það.“ Þessi orðræða Trumps hefur farið verulega fyrir brjóstið á Grænlendingum og Dönum. Kannanir hafa sýnt að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum, þó þeir hafi áhuga á auknu samstarfi við Bandaríkjamenn. Grænlendingar eru að vinna að því að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi og vilja Bandaríkjamenn ólmir auka umsvif sín og varnir á þessum slóðum. Í áðurnefndu hlaðvarpi sagðist Trump ekki viss um það hvort Grænlendingar hefðu áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Kannanir hafa bersýnilega sýnt að svo er ekki. Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku en ekki vera innlimaðir af Bandaríkjunum. Mótmælin sem áttu sér stað vegna væntanlegrar heimsóknar JD Vance og eiginkonu hans til Grænlands gefa einnig til kynna að Grænlendingar séu ósáttir við framgöngu Bandaríkjamanna. „Við verðum að sannfæra þá,“ sagði Trump um Grænlendinga. „Við verðum að eignast þetta land, því það er ekki hægt að verja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara Bandaríkin, án þess.“
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36
Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00