Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 23:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill einnig ráða yfir Grænlandi. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. „Við þörfnumst Grænlands vegna alþjóðaöryggis og varna. Við þurfum það. Við verðum að eignast það,“ sagði Trump í nýju hlaðvarpi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Mér er illa við að orða það þannig, en við munum þarfnast þess að eiga það.“ Þessi orðræða Trumps hefur farið verulega fyrir brjóstið á Grænlendingum og Dönum. Kannanir hafa sýnt að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum, þó þeir hafi áhuga á auknu samstarfi við Bandaríkjamenn. Grænlendingar eru að vinna að því að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi og vilja Bandaríkjamenn ólmir auka umsvif sín og varnir á þessum slóðum. Í áðurnefndu hlaðvarpi sagðist Trump ekki viss um það hvort Grænlendingar hefðu áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Kannanir hafa bersýnilega sýnt að svo er ekki. Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku en ekki vera innlimaðir af Bandaríkjunum. Mótmælin sem áttu sér stað vegna væntanlegrar heimsóknar JD Vance og eiginkonu hans til Grænlands gefa einnig til kynna að Grænlendingar séu ósáttir við framgöngu Bandaríkjamanna. „Við verðum að sannfæra þá,“ sagði Trump um Grænlendinga. „Við verðum að eignast þetta land, því það er ekki hægt að verja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara Bandaríkin, án þess.“ Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
„Við þörfnumst Grænlands vegna alþjóðaöryggis og varna. Við þurfum það. Við verðum að eignast það,“ sagði Trump í nýju hlaðvarpi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Mér er illa við að orða það þannig, en við munum þarfnast þess að eiga það.“ Þessi orðræða Trumps hefur farið verulega fyrir brjóstið á Grænlendingum og Dönum. Kannanir hafa sýnt að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum, þó þeir hafi áhuga á auknu samstarfi við Bandaríkjamenn. Grænlendingar eru að vinna að því að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi og vilja Bandaríkjamenn ólmir auka umsvif sín og varnir á þessum slóðum. Í áðurnefndu hlaðvarpi sagðist Trump ekki viss um það hvort Grænlendingar hefðu áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Kannanir hafa bersýnilega sýnt að svo er ekki. Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku en ekki vera innlimaðir af Bandaríkjunum. Mótmælin sem áttu sér stað vegna væntanlegrar heimsóknar JD Vance og eiginkonu hans til Grænlands gefa einnig til kynna að Grænlendingar séu ósáttir við framgöngu Bandaríkjamanna. „Við verðum að sannfæra þá,“ sagði Trump um Grænlendinga. „Við verðum að eignast þetta land, því það er ekki hægt að verja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara Bandaríkin, án þess.“
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36
Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna