Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 27. mars 2025 08:30 Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun