Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar 27. mars 2025 14:16 Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun