Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 28. mars 2025 07:30 Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. Um fimmtíu einstaklingar eru nú í endurhæfingu á vegum Janusar og svipaður fjöldi er á biðlista eftir að komast þar að. Samkvæmt notendum og aðstandendum þeirra er um lífsnauðsynlegt úrræði að ræða fyrir viðkvæm ungmenni með fjölþættan vanda. Þeir eru því verulega uggandi yfir stöðunni. Hjá Janus hefur þessi hópur fengið einstaklingsmiðaða þjónustu með greiðum aðgangi að fagfólki, þ.m.t. geðlæknum. Undanfarið hefur Janus endurhæfingin verið veitt undir hatti Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Með því hefur þjónustan verið kostuð af atvinnulífinu, en framkvæmdastjóri sjóðsins hefur lýst því yfir að viðlíka þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Það er óhætt að samsinna því, en lokun Janusar verður hins vegar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstaka áherslu á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurskurður á sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem á í engin önnur hús að venda rímar ekki vel við þau fögru fyrirheit. Þúsundir hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá áformum um lokun Janusar. Aðstandendur þessara viðkvæmu ungmenna og þau sjálf hafa reynt mikið vegna fjölþætts vanda sem þau glíma við. Baráttan við kerfið hefur verið þeim þungbær og sum hver hafa loksins fengið úrlausn sinna mála í Janusi; öðlast þar nýtt líf. Ungmenni sem var til viðtals í Kastljósi lýsti því að hafa stigið sín fyrstu skref út úr áralangri og alvarlegri einangrun og aftur út í lífið með aðstoð Janusar. Yfir helmingur notenda Janusar kemst í vinnu, nám eða virka atvinnuleit fyrir tilstilli endurhæfingarinnar. Forstöðulæknir þar hefur lýst því að lokun úrræðisins þýði áralanga afturför fyrir þverfaglega geðendurhæfingu. Það er óásættanleg niðurstaða fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp í samfélaginu og loðin svör um viðtöl og könnun á framhaldinu eru engin sárabót. Það er til lítils að gefa út háfleygar stefnuyfirlýsingar og setja á oddinn lögfestingu réttindasamnings fólks með fötlun. Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. Um fimmtíu einstaklingar eru nú í endurhæfingu á vegum Janusar og svipaður fjöldi er á biðlista eftir að komast þar að. Samkvæmt notendum og aðstandendum þeirra er um lífsnauðsynlegt úrræði að ræða fyrir viðkvæm ungmenni með fjölþættan vanda. Þeir eru því verulega uggandi yfir stöðunni. Hjá Janus hefur þessi hópur fengið einstaklingsmiðaða þjónustu með greiðum aðgangi að fagfólki, þ.m.t. geðlæknum. Undanfarið hefur Janus endurhæfingin verið veitt undir hatti Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Með því hefur þjónustan verið kostuð af atvinnulífinu, en framkvæmdastjóri sjóðsins hefur lýst því yfir að viðlíka þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Það er óhætt að samsinna því, en lokun Janusar verður hins vegar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstaka áherslu á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurskurður á sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem á í engin önnur hús að venda rímar ekki vel við þau fögru fyrirheit. Þúsundir hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá áformum um lokun Janusar. Aðstandendur þessara viðkvæmu ungmenna og þau sjálf hafa reynt mikið vegna fjölþætts vanda sem þau glíma við. Baráttan við kerfið hefur verið þeim þungbær og sum hver hafa loksins fengið úrlausn sinna mála í Janusi; öðlast þar nýtt líf. Ungmenni sem var til viðtals í Kastljósi lýsti því að hafa stigið sín fyrstu skref út úr áralangri og alvarlegri einangrun og aftur út í lífið með aðstoð Janusar. Yfir helmingur notenda Janusar kemst í vinnu, nám eða virka atvinnuleit fyrir tilstilli endurhæfingarinnar. Forstöðulæknir þar hefur lýst því að lokun úrræðisins þýði áralanga afturför fyrir þverfaglega geðendurhæfingu. Það er óásættanleg niðurstaða fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp í samfélaginu og loðin svör um viðtöl og könnun á framhaldinu eru engin sárabót. Það er til lítils að gefa út háfleygar stefnuyfirlýsingar og setja á oddinn lögfestingu réttindasamnings fólks með fötlun. Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun