Saka lögregluna um að rægja Kínverja Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 11:59 Kínverska sendiráðið í Bríetartúni í Reykjavík, aðeins steinsnar frá skrifstofum ríkislögreglustjóra og lögreglunnistöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum. Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau. Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau.
Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira