Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 15:09 Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík síðasta sumar. Herfingin hjálpar trjáplöntum að vaxa og dafna. Áskell Jónsson Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu. Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon. Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon.
Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira