Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 09:58 Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, ræði við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi rétt áður en eldgos hófst 1. april 2025. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss. Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Viðtalið við Öldu var tekið innan við klukkustund áður en eldgosið hófst. Síðan hefur komið í ljós að eldgosið virðist á hættulegum stað fyrir byggðina í Grindavík. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn um klukkan 9:45, það áttunda á Sundhnúksgígaröðinni. Grindavík var rýmd á sjöunda tímanum í morgun vegna kvikuhlaups sem reyndist undanfari gossins. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Einhamars Seafood, sagði starfsfólk hafa yfirgefið bæinn eftir að smáskilaboð bárust um rýminguna þegar hún ræddi við fréttamann við lokunarpóst á Grindavíkurvegi áður en eldgosið hófst. Yfirleitt hefst vinnslan klukkan sex en Alda sagði að aldrei þessu vant hefði átt að hefja störf klukkan sjö þar sem lítill fiskur var til staðar eftir brælu í gær. Þrír bátar á vegum fyrirtækisins voru í höfninni í Grindavík í morgun. Einn þeirra var á leið út og þegar Alda ræddi við fréttamanninn var hún nýbúin að fá leyfi til þess að senda menn inn í bæin til þess að sigla hinum tveimur burt. Áður en gosið hófst sagði Alda að ef það hæfist í dag og það væri á þægilegum stað væri ekkert til fyrirstöðu að hefja störf í fiskvinnslunni strax á morgun. Síðast hafi eldgos hafist rétt fyrir miðnætti og fiskvinnslan hafi strax morguninn eftir. „Það er það sem við höfum aðallega verið að slást við, að fá að fara sem fyrst inn aftur,“ sagði Alda. Spurð út í tekjutap sagði Alda að aðlögunarhæfnin væri orðin góð eftir hrinu eldgosa síðustu ára. Það kæmi betur í ljós þegar eldgosið hæfist. „Þá skiptir öllu að geta byrjað aftur sem fyrst því það takmarkar auðvitað allt tekjutap,“ sagði framkvæmdastjórinn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira